Næst komandi þriðjudag 14. jan. kl 19:00 stendur æskulýðsnefnd fyrir kynningarfundi á vetrardagskrá nefndarinnar og stofnun æskulýðsráðs á Sörlastöðum.
Æskulýðsráði er ætlað að aðstoða æskulýðsnefnd, koma með hugmyndir að viðburðum, skipulag þeirra og fjáröflun. Stefnt er á að í æskulýðsráði séu a.m.k. 5-7 börn, unglingar og ungmenni á aldrinum 12-21 árs.
Þau sem áhuga hafa á að starfa í æskulýðsráði eru hvött til að mæta ásamt foreldrum/forráðamönnum á fundinn. Fyrir þau sem áhuga hafa en sjá sér ekki fært að mæta geta sent póst á aeskulydsnefnd@sorli.is og óskað eftir upplýsingum og/eða sent inn umsókn þar sem fram kemur fullt nafn, aldur og símanúmer viðkomanda ásamt netföngum og símanúmerum foreldra/forráðamanna.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
Nýárskveðja
Æskulýðsnefndin