Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 28. febrúar 2019 - 14:13 to föstudaginn, 1. mars 2019 - 14:13
Vettvangur: 

Nú í mars hefjast námskeið í Knapamerki 2, bæði bóklegu og verklegu. Kennari er Ásta Kara Sveinsdóttir.

Bóklegu tímarnir verða kenndir 18, 20, 25, 27. mars og 1. apríl og prófið verður 8.apríl. Kennslan fer fram á Sörlastöðum og tímarnir hefjast kl 18:00. Bækurnar fást í Ástund og Líflandi, einnig er hægt að panta þær frá Hólum. Verð 11.000 kr fyrir allan aldur.

Verklegu tímarnir hefjast 10. apríl og þeim líkur 27. maí á prófi. Verð 24.000 fyrir 18 ára og yngri. 29.000 fyrir 19 ára og eldri.

Miðað er við að það séu fjórir í hóp í verklegu, þannig að fyrstu fjórir eru öruggir, síðan verðum við að sjá hvort við náum í fleiri hópa.

Hér er skráð á bóklega námskeiðið.

Hér er skráð á verklega námskeiðið.

Ath - eingöngu er hægt að skrá á námskeiðin hér að ofan, ef þið lendið í vandræðum er hægt að hringja á skrifstofu í síma 897 2919, ekki tekið við skráningum í gegnum kennara.

Þeir sem ætla að nýta frístundastyrkinn frá bænum byrja á því að skrá hér að ofan og svo hjá ibh.felog.is

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll