Knapamerki verða kennd á öllum stigum ef næg þátttaka fæst.
Reiknað er með að námskeið þessi hefjist 12. janúar. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum.
Byrjað verður á að kenna knapamerki 1,3,4,5. Þegar prófum í knapamerki 1 er lokið hefst námskeið í knapamerki 2 .
Í vetur verða tímar bæði fyrir fullorðnar og svo börn (eldri en 12 ára), unglinga og ungmenni.
Kennarar: Friðdóra Friðriksdóttir og Sindri Sigurðsson
Skráning: ibh.felog.is
Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag og okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.