Í vetur bjóðum við uppá keppnisnámkeið fyrir börn unglinga og ungmenni. Áhersla verður lögð á gæðingakeppni í tilefni af landsmóti. Kennt verður á föstudögum og spannar námskeiðið 10 vikur. Fyrsti tíminn er 23. febrúar. Kennslan fer fram frá kl. 14:00. Kennslan verður með fjölbreyttu sniði. Bókleg kennsla þar sem farið verður yfir reglur í keppni og fleiri þætti sem tengjast keppni, tímar í reiðhöll og síðast en ekki síst tímar á keppnisvelli.
Kennarar eru, Sindri Sigurðsson, en hann er meðal okkar fremstu gæðingaknöpum í Sörla og hann er einnig gæðingadómari. Með honum er Ásta Kara Sveinsdóttir, en hún er útskrifaður reiðkennari frá Hólum og hefur reynslu af keppni í yngriflokkum.
Skráning fer fram á https://ibh.felog.is verð er 30.000 kr.
Þetta verður skemmtilegt og spennandi námskeið, vonandi sjáum við sem flesta.