Ágætu félagar. Laugardaginn 9. febrúar, á milli kl. 10 og 12, boðar stjórn húsfélagsins til fundar á Sörlastöðum. Efni fundarins er umræða um umgengnisreglur og lög húsfélagsins. Ætlun stjórnar er að endurskoða núgildandi lög því þau voru síðast endurskoðuð árið 2000 og síðan hefur ýmislegt tekið breytingum í okkar umhverfi. Við viljum með þessu leyfa húseigendum að taka þátt í endurskoðun reglnanna því það er skoðun stjórnar að umræður og vangaveltur þeirra sem þurfa að hlýta reglunum fari a.m.k. langt með að gera þær góðar og sanngjarnar. Stebbukaffi verður opið og er það öruggt að Stefania Sigurðardóttir muni töfra fram góðar veitingar með kaffinu. Sjáumst laugardaginn 9.jan. kl. 10:00

HÉR eru reglur sem við ætlum að byrja að skoða á laugardaginn kl. 10 með það í huga að endurskoða svo þau gagnist okkur sem best.

Hlökkum til að sjá ykkur

kveðja, stjórnin

Viðburðardagsetning: 
laugardaginn, 9. febrúar 2019 - 10:00 to 12:00
Vettvangur: 
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll