Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 19. september 2017 - 17:00

Hestafjör Sörla og Íshesta byrjar í 19. september. Að þessu sinni verður námskeiðið tvískipt Hestafjör 1 og Hestafjör 2. Þema námskeiðsins í ár er: Fimi, fjör og ferðir.

Námskeiðið er ætlað krökkum á aldrinum 9 – 14 ára sem hafa hestaáhuga, bæði þeim sem eiga eða hafa aðgang að hestum sem og þeim sem ekki hafa aðgang að hestum. Íshestar er samstarfsaðili Sörla á þessu námskeiði og ætla þeir að útvega hesta fyrir þá sem ekki hafa aðgang að hesti.

Hestafjör 2 er fyrir þá sem eru meira vanir og voru á Hestafjörinu í fyrra og Hestafjör 1 er fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt áður.

Kennsla hefst þriðjudaginn 19. september og stendur í  10 vikur. Fyrirkomulagið er eftirfarandi:

  • 19. sept. þriðjud.  kl. 17-18 – bóklegt  án hests
  • 26. sept. þriðjud. kl. 17-18   –bóklegt  án hests
  • 3. okt. þriðjud.  kl. 17-18 – bóklegt án hests
  • 10. og 13. okt. – verkleg kennsla með hesti
  • 17. okt.  – verkleg kennsla með hesti
  • 24. og 27 okt. – verkleg kennsla með hesti
  • 31.okt. og 3. nóv. – verkleg kennsla með hesti
  • 7. og 10. nóv. – verkleg kennsla með hesti
  • 14. og 18. nóv. - verkleg kennsla með hesti
  • 21. og 24. nóv.- verkleg kennsla með hesti
  • 28. nóv. foreldrasýning

Kennarar verða Friðdóra Friðriksdóttir, Matthías Kjartansson og Guðrún Dögg Sveinbjörnsdóttir

Skráning er á https://ibh.felog.is/  síðasti dagur skráninga er 17. september. Verð kr. 27.500, hægt er að nýta frístundastyrki á þessu námskeiði.  Nánari upplýsingar veitir Þórunn í síma 897 2919.

Hlökkum til að sjá sem flesta krakka í fjörinu 

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll