Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 13. október 2016 - 15:19

Í haust ætlum við að bjóða börnum og unglingum sem eiga hest eða hafa aðgang að hesti uppá 10 vikna námskeið. Námskeiðið er hugsað fyrir 10 til 18 ára og verður hópnum skipt upp eftir aldri og reynslu. Námskeiðið hefst 13. október og er alls 15 tímar. Í upphafi námskeiðs þurfa krakkarnir ekki að vera með hest. Gert er ráð fyrir að krakkarnir verði komnir með hest og verði með hann á húsi í 5 - 6. vikur. Fyrsti tíminn þar sem þau eru með sinn eigin hest er 14. nóvember. Kennt er tvisvar í viku meðan hestar eru á húsi eða til 15. desember.

Þar sem þetta haustnámskeið er nýjung hjá okkur í Sörla munum við leggja áherslu á sem fjölbreyttasta kennslu og skemmtun. Meðal annars er umhirða og hirðing hesta, ásetuæfingar, gangtegundir, fimi og þrautabrautir. Þema námskeiðsins er þrautabraut og skemmtun. Kennt verður í reiðhöll Sörla en einnig verður farið í reiðtúra og útisvæði Sörla nýtt til kennslu eftir því sem veður leyfir.  Sörli getur reynt að aðstoða þá sem ekki hafa aðgang að hesti að fá lánaðan hest.

Kostnaður við námskeiðið er kr. 35.000. innifalið er hesthúspláss, hey og spænir. Hægt er að nýta frístundastyrki á þessu námskeiði. Framboð er takmarkað og er um 12 pláss að ræða. Skráning fer fram á https://ibh.felog.is/ 

Kennarar eru: Friðdóra Friðriksdóttir og Matthías Kjartansson

Dagskrá:

  • 13.okt fimmtud – án hests
  • 20.okt fimmtud – án hests
  • 27.okt fimmtud – án hests
  • 3.nov fimmtud – án hests
  • 10.nóv fimmtud – án hests
  • 14. og 17.nóv – verkleg kennsla
  • 21. og 24.nóv – verkleg kennsla
  • 28. og 1.des – verkleg kennsla
  • 5. og 8.des. – verkleg kennsla
  • 12. og 15.des – verkleg kennsla

Ljósmynd sem fylgir tilkynningu er tekin af Berglindi Karlsdóttur

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll