Viðburðardagsetning: 
sunnudaginn, 18. febrúar 2018 - 17:00

Nú höldum við áfram með okkar vinsæla Hestafjör fyrir krakka á aldrinum 9 – 14 ára. Námskeiðið er 10 vikur og kennt er seinnipartinn á sunnudögum. Kennari er Mattías Kjartansson.

Við ætlum að hafa gaman í vetur og vonandi fáum við líka gott veður þegar líða fer að vori til að fara í útreiðartúra. Eins og fyrir áramót bjóða Íshestar þeim börnum sem ekki hafa hest til umráða, aðgang að hesti á námskeiðinu.

Fyrsti tíminn er sunnudaginn 18. febrúar og námskeiðinu lýkur 29. apríl. Nánari tímasetning verður auglýst síðar þegar fjöldi skráninga liggur fyrir.

Opið er fyrir skráningu á https://ibh.felog.is/  og hægt er að sækja um frístundastyrk fyrir þetta námskeið. Skráningu lýkur 13. febrúar. Verð kr. 21.000

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll