Viðburðardagsetning: 
föstudaginn, 19. apríl 2019 - 11:03
Vettvangur: 

Reiðnámskeið í Sörla helgina 11 – 12 mai 2019

Vantar að láta skerpa á ábendingum? Eða mýkja reiðhestinn fyrir hestaferðirnar?

Þá er þetta námskeiðið fyrir þig. Dagana 11 – 12 mai verður haldið reiðnámskeið fyrir áhugasama hestamenn. Helgarnámskeið byrjar fimmtudagskvöldið 9 mai á klukkutíma fyrirlestri.
Verklegir tímar verða kenndir laugardaginn 11 mai og sunnudaginn 12 mai. Kennt verður í 30 mínútna einkatímum fyrir hádeigi og 40 mínútna tveggja manna hópum eftir hádegi.

Einungis 8 pláss laus. Kennari er Ásta Kara Sveinsdóttir en hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Ásta Kara hefur starfað sjálfstætt í Sörla síðustu 2 vetur en fyrir það starfaði hún í 2 ár á Árbakka hjá þeim Hinriki Bragasyni og Huldu Gústafsdóttur. Ásta hefur leitað þekkingu víða en hún hefur unnið á nokkrum hestabúgörðum hér á Íslandi sem og í Ameríku og Þýskalandi.

Verð kr 20.000,-

Það er orðið fullt á námskeiðið, vinsamlegast sendið tölvupóst á sorli@sorli.is af þið viljið skrá ykkur á biðlista.

Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll