Stjórnarfundur nr. 7, 16. apríl 2018

Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Eggert Hjartarson, Kristín Þorgeirsdóttir og Hanna Rún Ingibergsdóttir

Fjarverandi: Valka Jónsdóttir

Áheyrnarfulltrúi og fundarritari: Þórunn Ansnes

Dagskrá

  1. Vallarvinna
  2. Rekstrarhringur
  3. Beitarhólf
  4. Fatnaður v/Landsmót

 

  1. Eftir er að endurbæta girðingu við keppnisvelli. Einnig á eftir að snyrta kanta eftir þökulögn.  Ákveðið að nýta nokkur kvöld í miðri viku til að taka niður griðingar og endurgera með köðlum í stað plasröra og tréverks. Auglýsa þarf eftir sjálfboðaliðum í verkið
  2. Ítrekuð beiðni kom varðandi rekstrarhring. Erindinu var hafnað á grundvelli laga um lausagöngu búfrjár í þéttbýli.
  3. Bærinn hefur boðið okkur túnið við Hlíðarþúfur til afnota fyrir reiðskólann. Tillaga Sörla um beitarland á ásnum milli Hlíðarþúfna og Sörlaskeiðs hefur fengið jákvæða umfjöllun að hálfu Hafnarfjarðarbæjar. Á eftir að útfæra betur.
  4. Lögð fram drög að samningi við Zo On sem býður að styrkja íþróttamót gegn kaupum á jökkum fyrir Landsmót. Viðskiptin við Zo On samþykkt.

Önnur mál:

  • Stjórn ákveður að halda ekki firmakeppni.
  • Ákveðið að boða fund með Íshestum vegna ófrágengina samninga.
  • Ákveðið að Sörli styrkji Róbert Ketel vegna alvarlegra veikinda með því að veita 100.000 kr. styrk á móti sem félagsmenn ætla halda honum til stuðnings.
  • Stjórn ræddi hvernig bókhald fèlagsins er fært þ.e.a.s. hversu oft það er fært og hve mikla yfirsýn stjórnarmenn og framkvæmdastjóri þyrftu að hafa yfir árið. Framkvæmdastjóra var falið að fá gjaldkera og skoðunarmann fèlagsins til fundar þar sem farið yrði yfir hagræðingar sem tryggja ættu hagsmuni fèlagsins, yfirsýn og skilvirkni.

Fundi slitið kl. 22:00

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 1. júní 2018 - 22:15
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 16. apríl 2018 - 19:30