Fundargerð. Stjórnarfundur Sörla. Fundur nr.: 4 - 2018
Staður og stund: Sörlastaðir, þriðjudagur 29. janúar 2018, kl. 19.30
Mættir stjórnarmenn: Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Eggert Hjartarson, Kristín
Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson
Áheyrnarfulltrúi: Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Hanna Rún Ingibergsdóttir
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Dagskrá:
1. Starf framkvæmdastjóra
2. Samningur við Íshesta
3. Undirbúningur fyrir félagsfund
4. Byggingarnefnd reiðhallar
5. Önnur mál
1. Starf framkvæmdastjóra
Ákveðið að greina starfið, hvaða verk felast í því og mæla þann tíma sem fer í hvert verk. Þórunn,
Valka, Kristín og Eggert fara í það verkefni.
2. Samningur við Íshesta
Atli kemur með drög að endurbættum samningi út frá þeim athugasemdum sem stjórn kom með.
3. Undirbúningur fyrir félagsfund
Kynning á deiliskipulagi Sörla og stöðu lóðaleigusamninga í Hlíðarþúfum.
Fundarstjóri verður Atli Már Ingólfsson.
4. Bygginganefnd reiðhallar
Lagðar fram tillögur um formann bygginganefndar. Framkvæmdastjóri mun hafa samband við
tilnefnda. Bygginganefnd þarf að fara í þarfagreiningu fyrir reiðhöllina sem fyrst.
5. Önnur mál
Sörli fékk að gjöf, hljóðkerfi fyrir allt Sörlastaðasvæðið, bæði úti og inni. Stjórn er verulega þakklát
fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Setja þarf upp kerfið sem fyrst. Haft var samband við tæknimann sem
mun hanna uppsetningu kerfisins. Hann mun komast í verkefnið í febrúar/mars. Eggert mun sjá um
að leggja rafmagn.
Fundi slitið kl. 21.15