Stjórnarfundur Sörla Fundur nr.: 3 - 2018
Staður og stund: Sörlastaðir, þriðjudagur 15. janúar kl. 19.30
Mættir stjórnarmenn: Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Atli Már Ingólfsson,
Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma
Víglundsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Þórunn Ansnes, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi:
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Dagskrá:
1. Samstarfssamningur Sörla og Íshesta
2. Bygginganefnd
3. Þorrablót
4. Starf framkvæmdastjóra
5. Önnur mál
1. Samstarfssamningur Sörla og Íshesta
Farið yfir drög samningsins. Ýmsar athugasemdir komu fram og því þarf að vinna að nýjum drögum
samnings
2. Bygginganefnd
Nú er verkefni nýrra reiðhallar á þeim stað hjá Hafnarfjarðarbæ að mikilvægt að skipa bygginganefnd
sem fyrst. Ýmsar hugmyndir reifaðar um skipun nefndarmanna. Ákveðið að stjórn komi með tillögur
að formanni nefndar fyrir næsta stjórnarfund.
3. Þorrablót
Ekki hægt að halda þorrablótið á Sörlastöðum vegna viðhalds í eldhúsi sökum leka sem varð.
Skemmtinefndin er búin að leigja sal hjá FH og er skipulagning í góðum gír hjá skemmtinefndinni.
4. Starfssamningur framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri vék af fundi og ræddur var starfssamningur framkvæmdastjóra, samþykkt var að
fara í endurskoðun og úrbætur á þeim samningi, skýra þarf starfslýsingu. Í samvinnu við
framkvæmdastjóra verður farið í greiningu á daglegum verkefnum og álagstoppum í starfinu, Eggert,
Kristín og Valka munu vinna að þessum úrbótum með framkvæmdastjóra. Stjórn ræddi einnig setu
framkvæmdastjóra á stjórnarfundum í ljósi þess að nú situr framkvæmdastjóri ekki í stjórn.
.
Fundi slitið kl. 21.15