Stjórnarfundur nr. 2 dags. 4.12. 2018 kl. 19:30
Mættir Thelma Víglundsdóttir, Eggert Hjartarsson, Atli Már Ingólfsson Kristín Þorgeirsdóttir og Þórunn Ansnes
Forföll boða: Einar Örn Þorklesson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Valka Jónsdóttir
Ritari: Þórunn Ansnes
Samingur við Íshesta rædddur. Lagt til að stjórnarmenn komi með athugasemdir á næsta fundi.
Rætt um endurnýjun lóðarleigusamninga í Hlíðarþúfum. Verið er að vinna nýja samninga hjá Hafnarfjarðarbæ. Allar líkur eru á að þeir verði tilbúnir fyrir jól.
Hringt var í framkvæmdastjóra frá Hafnarfjarðarbæ og tilkynnt um að Sörla þarf að sækja um stöðuleyfi fyrir gámnum sem Sörli á og er staðsettur á kerrustæðinu.
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt uppsetningu á vegvísaskiltum. Eftir er að ganga frá leyfi fyrir skilti sem vísar á Kaldársel vegna vatnsverndarsjónarmiða. Reynt verður að finna lausn á því. Ekki var að svo stöddu samþykkt að ríða um Sléttuhlíð. Haldið verður áfram með það mál.
Reiðstígur yfir Bleksteinsháls verður kláraður í vetur.
Umræður voru um undirbúning byggingu reiðhallar. Bæjarráð hefur vísað erindi Sörla um reiðhallarbyggingu til íþrótta- og tómstundanefndar þar sem íþróttafulltrúa er falið að ræða við Sörla. Ákveðið var að stofna byggingarnefnd mönnuð Sörlafélögum sem hafa þekkingu á byggingarframkvæmdum.
Ákveðið að ýta á eftir vinnu við gerð nýs eignaskiptasamnings við Hafnarfjarðarbæ.
Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 22:00