Stjórnarfundur Sörla Fundur nr.:    6 – 2017

Mættir:     Thelma Víglundsdóttir, Valka Jónsdóttir, Þórunn Ansnes, Eggert Hjartarson,, Atli Már Ingólfsson,, Hanna Rún Ingibergsdóttir. Fjarverandi:    Einar Örn Þorkelsson Ritari fundar:    Valka Jónsdóttir

Fundartími stjórnar.  Ákveðið að halda stjórnarfundi aðra hverja viku á mánudögum kl. 19.30 næst 30. janúar.

Rekstrarsamningur við Hafnarfjarðarbæ. Stjórnarmeðlimir hittu bæjarstjóra Hafnarfjarðar til að ræða skerðingar í rekstrarsamning Sörla. Framhaldsfundur með bæjarstjóra verður á morgun 19. janúar 2017.

Ásvallabraut.  Framkvæmdir hefjast í vor og verður lagður fyrir ofan Hlíðarþúfur.  Framkvæmdastjóri Sörla heyrir í formanni húsfélags Hlíðarþúfna um að fá Hafnarfjarðarbæ til að halda kynningu um þetta verkefni fyrir hesthúseigendur.

Deiliskipulag og eignaskiptasamningur og nýbyggingar á svæði Sörla.  Ákveðið að stofna nefnd til að halda áfram með þetta mál.

Krafa er um að klárað verði að bæta eldvarnir í félagsaðstöðu Sörla fyrir 1. júlí 2017.  Stærsta málið er eldvarnargler milli reiðhallar og félagsaðstöðu. Hafnarfjarðarbær þarf að koma að þessu máli.

Drasl í kringum reiðhöll Sörla og á kerrusvæði.  Ákveðið að fara í tiltekt í á þessu svæði fljótlega.  

Kynbótasýningar. Athuga þarf sýningaáætlun fyrir 2017.

Hugmynd kom fram að bjóða flóttamönnum sem bærinn þjónustar, að kynnast íslenska hestinum.  Fræðsla, reiðtúr í höllinni fyrir þá sem vilja og jafnvel kjötsúpa í lok heimsóknarinnar.

Önnur mál:

  • Rætt um mögulegar umbætur og úrbætur á keppnisvelli, reiðhöll og svæði Sörla.  Ákveðið að lista upp áherslur fyrir 2017 og forgangsraða.
  • Útleiga á reiðhöllinni.  Umræða um leiguverð og tíma.
  • Innheimta félagsgjalda.  Verða send í heimabanka.  Þeir sem óska sérstaklega eftir gíróseðli geta haft samband við framkvæmdastjóra.
  • Stjórn Sörla hefur fengið kvartanir yfir því hvernig félagsmenn ríða í reiðhöll.  Ekki er farið eftir reglum og reiðleiðum eða verið að ríða ótömdum hestum og/eða hestum sem eru að hrekkja.
  • Ákveðið að áminna félagsmenn og setja upp reglur í reiðhöll.
  • Ákveðið að kaupa litla myndavél til að hafa aðgengilega fyrir Sörla.
  • Almennt er fólk að aka of hratt inn á Sörlasvæðið.  Þar sem þetta eru mögulega vistgötur þá er 15km hámarkshraði.  


Fundi slitið kl. 22

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 1. febrúar 2017 - 9:08
Viðburðardagsetning: 
miðvikudaginn, 18. janúar 2017 - 19:30