Mættir voru: Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Ásgeir Margerisson, Sigurður Ævarsson, Arnór Hlynsson og Þórunn Ansnes Eggert Hjartarson boðaði forföll. Þórunn ritaði fundinn.

Dagskrá:

Eldvarnarmál: Þórunn hafði fundað með Svanlaugi og Helgu hjá Hafnarfjarðarbæ og var það samþykkt að fara í að setja upp nýtt eldvarnarkerfi og neyðarlýsingu á Sörlastöðum. Vinna er hafin og áætlað er að henni ljúki fyrir 1. maí. Þórunn sendi eldvarnareftirlitinu bréf þar sem gerð var grein fyrir framkvæmdum í eldvarnarmálum

Reiðskóli Sörla og Íshesta.  Íshestar eru að draga úr framboði á sumarnámskeiðum fyrir börn. Þeir hafa óskað eftir að Sörli útvegi 10 hesta til að geta haldið reiðskólann. Ákveðið var að biðla til félagsmanna með hesta. Einnig var rætt hvert framhaldið yrði á næstu árum.

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi boðaði fund með Sörla þriðjudaginn 19 apríl. Til að ræða rekstrarsamning . Ákveðið var að Þórunn og Hlynur færu á fundinn.

Milliþinganefnd IBH. Þórunn gerði grein fyrir fundi með milliþinganefnd þar sem er ætlað að gera tillögur um forgangsröðun um nýframkvæmdir íþróttamannvirkja í Hafnarfirði.

Beitarhólf við Hlíðarþúfur. Ákveðið var að hafa sama háttinn á og í fyrra og fá Hlíðarþúfufélagið til að sjá um það.

Hestadagar:  Hestadagar verða haldnir 30.4 – 1.5. Ákveðið var að reyna að fá félgsmenn til að taka þátt í skrúðreið á laugardeginum og hafa opið hús á Sörlastöðum frá 13 – 15 bjóða upp á wöfflukaffi og biðja unglingana um að vera með sýningu í reiðhöllinni.

Bréf barst frá Friðdóru Friðriks varðandi framkvæmd á Landsbankamóti III. Ákveðið var að halda fund með Friðdóru og þeim sem málið varðar.

Önnur mál. Rætt var um úlpur og styrktaraðila. HS orka mun styrkja með auglýsingu á úlpurnar og leitað er að einum styrktaraðila til viðbótar. Ákveðið var að halda fund með félagsmönnum til að kynna úlpurnar.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 20. apríl 2016 - 11:28
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 23. maí 2016 - 11:28