Stjórnarfundur 26. september 2016

Mættir: Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Arnór Hlynsson, Ásgeir Margerisson, Sigurður Ævarsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes. Fundinn ritaði Þórunn 

Rætt var um rekstrarsamninginn milli Hafnarfjarðarbæjar og Sörla. Enn þykir stjórn Sörla við eiga nokkuð í land áður en skrifað verður undir.

Farið var yfir lista um viðhaldsþörf Sörla sem þarf að senda inn til Hafnarfjarðar í lok mánaðarins.

Reiðhallargólf. Ákveðið var að bæta efni í reiðhallargólfið, þar sem efnið sem fyrir er hefur molnað talsvert.

Ákveðinn var matseðill og fleira varðandi nefndargrillið.

Rætt var um aðalfund og viðurkenningar. Þórunni var falið að kalla eftir keppnisárangri knapa.

Rætt var um hvaða stjórnarmenn myndu halda áfram stjórnarsetu. Páll Ólafsson ætlar að hætta sem formaður, Arnór Hlynsson og Ásgreir Margerisson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Þórunn ræddi um að bæta þyrfti vinnuferla varðandi samskipti milli stjórnarmanna og framkvæmdastjóra og nefndi þar nokkur dæmi. Ákveðið var að fela nýrri stjórn þetta mál þar sem stutt væri til kosninga.

Fundi slitið kl. 22:00

Birtingardagsetning: 
föstudaginn, 30. september 2016 - 12:50
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 26. september 2016 - 20:00