Stjórnafundur 18. október 2016

Mættir: Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Arnór Hlynsson, Sigurður Ævarsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes. Ásgeir Margeirsson boðaði forföll.

Tekið var fyrir erindi frá Frisbígolfklúbbi Hafnarfarðar þar sem óskað var eftir aðangi að reiðhöll tvisvar í mánuði til æfing. Stjórn tók jákvætt í erindið

Bréf barst frá Hafdísi Örnu Sigurðardóttur þar sem hún óskaði eftir styrk ferðar vegna  til Stokkhólms á ráðstefnu, FEIF Youth’s Leaders Event . Ráðstefnan er haldin fyrir fólk á aldrinum 18-26 ára sem hafa áhuga á félagsmálum innan hestamennskunnar. Ákveðið var að bjóða Hafdísi Örnu fjáröflunarverkefni á vegum IBH til að greiða niður ferðina.

Erindi barst frá Guðný Rut hjá Hraunhestum, en hún hefur áhuga á að halda reiðnámskeið fyrir börn.  Ákveðið var að halda áfram viðræðum við hana.

Viðurkenningar á aðalfundi. Ákveðið var að Eyjólfur Þorsteinsson væri íþróttamaður Sörla og Hanna Rún Ingibergsdóttir íþrótta kona Sörla. Efnilegasta ungmennið væri Brynja Kristinsdóttir. Nefndarbikarinn myndi fara til Æskulýðsnefndar. Einnig var ákveðið að heiðra Kötlu Sif Snorradóttur íslandsmeistara í fjórgangi unglinga.

Farið var yfir tillögur til breytingar á lögum félagsins sem bárust stjórn frá laganefnd. Stjórn taldi að vinna þyrfti þessar tillögur betur og að rétt væri að fresta því að leggja þær fyrir aðalfund.

Farið var yfir reikninga félagsins.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:00

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 19. október 2016 - 20:00
Viðburðardagsetning: 
þriðjudaginn, 18. október 2016 - 20:00