Stjórnarfundur í Sörla 31. Mars 2014 kl. 18,00
Mættir: Magnús, Thelma, Þórunn, Sigurður, Eggert, og Haraldur. Ásgeir boðar forföll.
1. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
2. Hestadagar. Plakatið tilbúið. Auglýsing í Fjarðarpóstinn. Friðdóra mætti og gerði grein fyrir stöðu mála. Þurfum að skaffa fólk í fánareið á fimmtudegi. Föstudagur byrjar með kjötsúpu kl. 17,00 Fánareið í höllinni. Thelma verðu þulur. Kl. 18,00 teymt undir krökkum, til kl. 19,00. Opin hús í göngufjarlægð. Laugardagur, skrautreið með byrjar hjá BSÍ. Ístölt um kvöldið. Æskan og hesturinn á sunnudg.
3. Nefndarmál. Kynnt bréf sem stjórninni barst og kvartað var undan að í ferð kynbótanefndar þar sem börn voru með, hafi áfengi verið haft um hönd. Ber að skoða þetta til að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur því þetta er hestamönnum ekki til framdráttar.
4. Samningar við bæinn. Fram kom að kostnaðarmat Sörla er 37 milljónir vegna framkvæmda við kvisti á reiðhöll.
5. Íshestar. Magnús formaður fundaði með þeim. Þeir eru að fara í átak til að laga ásýnd þeirra, en segja má að umgangur hjá þeim sé ekki boðlegur. Ennig kom fram að þeir vilja halda reiðnámskeið.
6. Magnús gerði grein fyrir formannafundi , sem hann sagði að hafi farið þokkalega fram. Basl er að koma saman mótum sumarsins. Þau eru að rekast á.
7. Önnur mál. Umhverfismál rædd. Kerrustæði þarf að stækka og yrði að taka það af bílastæðinu. Rætt um hundahald. Heyrúllur eru að verða mjög áberandi og standa úti á götunum, plastið fælir hross og sjónmengun af þessu. Taðþrær í Hlíðarþúfum. Keppnisjakkar fyrir sumarið. Ef nýir jakkar verða valdir, þá þarf það að samþykkjast á aðalfundi. Æskilegt er að finna út nýtt snið.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20,00