Stjórnarfundur 2. 11. 2015 kl. 20:00

Mættir voru; Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Sigurður Ævarsson, Ásgeir Margerisson, Arnór Hlynsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes.

  • Stjórn skipti með sér verkum:
  • Hlynur Árnason varaformaður
  • Arnor Hlynsson gjaldkeri
  • Ásgeir Margeirsson ritari
  • Sigurður Ævarsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes meðstjórnendur.

Ásgeir gerði grein fyrir framgangi deiliskipulags í meðförum bæjarins. En sú staða er komin upp að deiliskipulaginu var hafnað, á grundvelli þess að bílastæðin fara yfir hraungjótur og tré. Starfsmaður bæjarins mun koma og hitta Ásgeir, Sigríði og Þórunni til að finna lausn á málinu.

Rætt var um endurnýjun hátalara. Hátalarar félagsins eru nánast ónýtir. Þórunn átti að athuga með kaup á nýjum eða leigu, á hljóðkerfi  fyrir mót.

Þórunn gerði grein fyrir málefnum sem rætt höfðu verði á tveimur formannafundum, formanna hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu. Helstu málefni voru meiri samvinna milli hestamannafélagana, t.d. sameiginlegir fræðslufundir, jólaball og sýnikennsla. Einnig kom upp sú hugmynd að Sprettur, Hörður og Sörli myndu skipta með sér að halda WR mót. Þá var einnig rætt um erfiðleika við mótahald, bæði kostnað og sjálfboðaliða. Sú hugmynd kom upp að gera einhverskonar vinnulýsingu (tékklista) við mótahald til að auðvelda fólki vinnuna.

Fleira ekki gert

Fundi slitið kl. 10:00

Birtingardagsetning: 
þriðjudaginn, 2. febrúar 2016 - 10:38
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 2. nóvember 2015 - 10:34
Vettvangur: