Stjórnarfundur í Sörla 17. nóvember 2014

  1. Rætt um frekari aðkomu bæjarins að rekstri félagsins og uppbyggingu. Nauðsynlegt er að ráðast í stækkun reiðhallar og leita samstarfs við  Hafnarfjarðarbæ um slíka framkvæmd.
  2. Rætt um mögulega aðkomu Sörla að rekstri félagshesthúss. Nauðsynlegt yrði að leigja húsið þar sem Sörli á ekki hesthús.
  3. Almenn ánægja með sýnikennslur - rætt um fyrirkomulag þeirra gagnvart reiðkennurum.
  4. Rætt um væntanlega heimsókn bæjarstjóra á Sörlastaði og ákveðið að taka á móti honum og fylgdarliði með virktum. Nauðsynlegt er að stjórn Hafnarfjarðarbæjar sé meðvituð um starfsemina og aðstöðuna í Sörla. Rekstrarstjóra falið að setja saman kynningu af þessu tilefni og stjórnarmeðlimir hyggjast fjölmenna til að taka á móti bæjarstjóra.
  5. Starfsmannamál voru rædd.
  6. Nefndarformenn mættu og var farið yfir drög að dagskrá vetrarins.

Fleira var ekki rætt, mættir voru Ásgeir Margeirsson, Páll Ólafsson, Hlynur Árnason, Thelma Víglundsdóttir, Þórunn Ansnes og Brynja Björk Garðarsdóttir. Eggert boðaði forföll. 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 17. nóvember 2014 - 20:00
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 17. nóvember 2014 - 20:00
Frá: 
Vettvangur: