Stjórnarfundur 16. mars 2015

Mættir voru Páll Ólafsson, Eggert Hjartarson, Ásgeir Margeirsson, Sigurður Ævarsson, Hlynur Árnason, Thelma Víglundsdóttir og Þórunn Ansnes. Þórunn ritaði fundinn.

Rætt var um framkvæmdina við reiðhallargólfið. Stjórnin var sammála um að flestir væru ánægðir og rætt var um mikilvægi þess að halda reiðhallargólfinu hreinu. Einngi var rætt um lausn á miklu ryki sem ekki var gert ráð fyrir að yrði.

Hestadagar í Reykjavík. Ákveðið var að hafa opið hús á Sörlastöðum, hestasýningu barnar og unglinga í reiðhöll og taka þátt í hópreið í Reykjavík. Biðja á Kristján í ferðanefnd að hafa umsjón með hópreiðinni og biðja á Stebbu um að gera kjötsúpu á boðstólnum á opnu húsi.

Kynbótasýnin verður haldin vikuna 18 - 23. maí. Mótanefnd hefur fært íþróttamót Sörla fram um eina helgi.

Lagður var fram listi yfir þá sem hafa aðgangslykil að reiðhöllinni.

Stjórn samþykkti að styrkja ferðanefn að þessu sinni vegna áfalla í síðustu hestaferð.

Fundi slitið. 21:30

Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 5. október 2015 - 16:18 to miðvikudaginn, 7. október 2015 - 16:18
Vettvangur: