Fundurinn settur kl. 18:00.
- Fundargerðir síðastu funda samþykktar.
- Kaffisala á Sörlastöðum. Verið er að klára samning við Stefaníu um kaffisöluna og lofar það góðu .
- Formannafundur Landsambands hestamannafélaga. Magnús og Sigurður gerðu grein fyrir því sem fór fram á þeim fundi. Sem var m.a. markaðsmál og öryggismál. Eins kom fram að skýrslu Æskulýðsnefndar Sörla var komið á framfæri. Æskulýðsbikarinn fór að þessu sinni til Sindra. Styrktarsjóður hestamanna, Taktur, var kynntur, en honum er ætlað að aðstoða ef upp koma óvænt atvik. Spurningin er hvernig þetta yrði fjármagnað.
- Framkvæmdir á Sörlastöðum. Góður gangur í endurnýjun salernisaðstöðu. Rætt um Hurð á reiðhöll og aðgangsstýringu. Eggert tekur við því verkefni. Ræddir voru þeir kostir sem við eigum til að endurnýja gólfefnið á salnum uppi.
- Gjaldskrá reiðhallar. Mikil umræða var um þetta mál og niðurstaða fékkst og næsta mál er að útfæra gjaldskrána og birta hana.
- Hestadagar. Auglýst verður eftir þáttakendum á vefmiðlum .
- Íslandsmót 2014 haldið af Sörla. Mótið verður í vikunni tuttugasta til tuttugastu og sjötta júlí 2014. Útfærsluatriði verða rædd frekar við formenn þeirra nefnda sem að mótinu koma.
- Fjármál nefnda. Það þarf að skoða vel hver staða nefnda er gaganvart félaginu. Sumar nefndir virðast eiga sjóði , sem æskilegt væri að yrði notaðir í starfsemi félagsins.
- Til fundarins mættu formenn nefnda Sörla. Var þeim kynnt hverjir af stjórnarmönnum væru þeirra tengiliðir. Síðan var farið í að smíða dagskrá vetrarins. Ljóst er að margt spennandi verður í boði. Eins voru rædd fjármál nefnda og hverjir væru aflögufærir til að styðja við félagið í þeim mörgu og metnaðarfullu framkvæmdum sem standa yfir og eru framundan. Eins og 70 ára afmæli félagsins , Íslandsmót og viðgerðir og endurbætur á Sörlastöðum.
- Önnur mál. Fram kom að slys varð þegar hross hljóp á bíl á veginum fyrir neðan Hlíðarþúfur. Ljóst er að úrbóta er þörf. Hafnarfjarðarbæ verður skrifað bréf út af þessu máli . Hvaða útfærsla væri best, og raunhæfust, þarf að skoða vel.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20:40
Mættir: Magnús, Thelma , Þórunn, Sigurður, Ásgeir, Eggert og Haraldur.
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 14. nóvember 2013 - 18:00
Viðburðardagsetning:
fimmtudaginn, 14. nóvember 2013 - 18:00
Frá:
Vettvangur: