STJÓRNARFUNDUR Í SÖRLA
15 september 2014
Fundurinn settur kl. 18:00.
- Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
- L.H. Þing. Tillaga sú sem Sörli mun leggja fram á komandi landsþingi L.H. var samþykkt í stjórn félagsins. Eins hafa allir þeir fulltrúar sem gáfu kost á sér til setu á þinginu, tilkynnt mætingu.
- Landsmót 2018. Erindi frá hestamannafélaginu Fáki, þar sem þeir biðja um stuðning Sörla við umsókn Fáks um Landsmót 2018. Sama erindi var líka sent til hestamannafélagsins Harðar. Umsóknin yrði sameiginleg frá þessum þremur félögum. Stjórn Sörla hafnar því að vera með í þessari umsókn. Ástæðan er fyrst og fremst sú að stjórnin telur sig ekki hafa heimild til að skuldbinda félagið í þessu máli. Enda gæti orðið um verulega fjárskuldbindingu að ræða og óvissa um hvernig dæmið færi.
- Aðalfundur Sörla verður haldinn 30 október 2014. Fréttabréf Sörla verður birt á vefnum þar sem fundurinn verður auglýstur.
- Nefnargrill verður haldið föstudaginn 10 október 2014. Búið er að senda tilkynningu þar um á alla formenn nefnda félagsins. Vonats stjórnin eftir góðri þátttöku svo þakka megi því marga nefndarfólki sem unnið hefur gott starf fyrir félagið.
- Verkefnalisti fyrir rekstrarstjóra verði settur fram.
- Starfslok Magnúsar Flygenring. Formanni falið að afgreiða málið.
- Farið yfir umsóknir sem borist hafa um starf rekstrarstjóra / framkvæmdastjóra. 16 umsóknir bárust. Þrír þeirra þóttu líklegastir og verða þeir boðaðir í frekara viðtal.
Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 20:10
Mættir: Magnús, Thelma , Þórunn, Sigurður, og Haraldur. Eggert og Ásgeir boðuðu forföll.
Birtingardagsetning:
mánudaginn, 15. september 2014 - 14:39
Viðburðardagsetning:
mánudaginn, 15. september 2014 - 20:00
Frá:
Vettvangur: