Fundur nr.:    2 – 2016

Staður og stund:    Sörlastaðir, mánudagur 31. 10. 2016, kl. 19:30 – 22:00 og þriðjudaginn 1. 11. 2016 kl. 19.30 - 22:00

Mættir:     Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Einar Örn Þorkelsson, Valka Jónsdóttir, Eggert Hjartarson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Þórunn Ansnes.  

Gestir:    31.10. Nefndarmenn ferðanefndar, kynbótanefndar, skemmtinefndar, krísuvíkurnefndar og reiðveganefndar

    1.11. Nefndarmenn æskulýðsnefndar, fræðslunefndar, laganefndar og mótanefndar

Ritari fundar:    Valka Jónsdóttir

Á fyrsta stjórnarfundi Sörla var ákveðið að bjóða hverri nefnd á fund með stjórn. Þetta er liður í því að bæta samskipti og auka stuðning stjórnar við nefndir og nefndarstörf.
Markmið fundanna var að:

  • ræða vetrardagskrá og áherslur og málefni komandi árs,
  • fá hugmyndir um hvernig stjórn geti stutt betur við nefndir og nefndarstarfið, samskiptaleiðir og upplýsingaflæði,
  • ræða samstarf nefnda um viðburði,
  • fá fram nýjar hugmyndir um mögulega viðburði,
  • fara yfir starfslýsingu hverrar nefndar fyrir sig.  Fá nefndarmenn til að rýna þær og koma með ábendingar um hvað megi laga í starfslýsingunum,
  • spjalla um önnur mál sem eru nefndarmönnum hugleikin.

Sú breyting var gerð að nú eiga nefndir að skila inn drögum að vetrardagskrá til framkvæmdastjóra Sörla í síðasta lagi 4. nóvember.  Mánudaginn 14. nóvember er áætlaður formannafundur þar sem farið verður yfir vetrardagskránna og nefndarstörf vetrarins rædd vítt og breytt.

Fyrir hönd:

ferðanefndar mættu Kristján Jónsson, formaður, Ásta Snorradóttir og Arngrímur Svavarsson

kynbótanefndar mætti Vilhjálmur Karl Haraldsson, formaður

skemmtinefndar mættu Bjarney Grendal, formaður, Kristín María Jónsdóttir og Vilhjálmur Karl Haraldsson

krýsuvíkurnefndar mættu, Guðmundur Smári Guðmundsson, formaður, Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Pétur Ingi Pétursson og Gunnar Ólafur Gunnarsson

reiðveganefndar mættu Eggert Hjartarson, formaður, Jón Björn Hjálmarsson og Jón Ásmundsson

æskulýðsnefndar mættu Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður, Freyja Aðalsteinsdóttir,  Björn Páll Angantýsson og Össur Pétur Valdimarsson

fræðslunefndar mættu Ingibergur Árnason, formaður og  Jóhannes Ármannson

laganefndar mættu Atli Már Ingólfsson, formaður

mótanefndar mættu Freyja Aðalsteinsdóttir, formaður, Guðný Rut Hallgrímsdóttir, Kristín Ingólfsóttir

Þetta fyrirkomulag mæltist vel fyrir hjá nefndarmönnum allra nefnda.  Góðar umræður sköpuðust hjá öllum nefndum og er hugur í fólki. Margar áhugaverðar hugmyndir komu fram en að auki ábendingar hvað betur mætti fara.

Samþykkt, dags. 2. nóvember 2016

Thelma Víglundsdóttir

Formaður

Valka Jónsdóttir

Ritari

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 14. nóvember 2016 - 11:33
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 14. nóvember 2016 - 11:33