Gunnar Hallgrímsson bauð fólk velkomið ,fór yfir reikninga og útskýrði þá.
Góðar heimtur hafa verið á félagsgjöldum, af 113 hafa um 90 greitt nú þegar.
Samþykkt var á fundinum að hækka húsgjöldin í 9000kr.
Hússjóður stendur traustum fótum í dag.
Jón Hannesson hætti sem stjórnarmaður. Við söknum hans og þökkum við honum fyrir frábært starf í gegn um tíðina.
Í stjórn var samþykktur af fundinum Guðni Kjartansson, sem við bjóðum velkominn.
Á fundinum var ákveðið að halda næsta aðalfund fyrir apríllok 2017
Það voru valdir 5 tengiliðir við framkvæmdastjóra um losun taðs á svæðinu.
100=Freyja Aðalssteinsdóttir
200=Sigurður Þorleifsson
300=Gunnar Hallgrímsson
400=Jóhann Þórðarson
500=Jóhann Sigurðsson
Þegar kom að liðnum önnur mál tóku margir til máls um hin ýmsu málefni.
Fólk hafði mikinn áhuga á veginum sem á að koma ofan við hverfið, en framkvæmdir eru fyrirhugaðar með vorinu. Fundurinn var einhuga um að félagsmenn þyrftu að gæta hagsmuna sinna vel í kring um þessar framkvæmdir og sýna samstöðu í orði og verki.
Önnur mál voru mikið rædd, mál eins og rafmagnskassar,lýsingar í gerðum, losun úr taðþróm og viðhald þeirra, holur í kring um húsin okkar, reglur um gerðin okkar og viðhald þeirra, stífluð niðurföll ofl.
Þessi mál eru í vinnslu og farvegi
Einnig var rætt um beitarhólf og reglur um þau.
Stjórnin er mjög ánægð með þennan fund, hann var fjölmennur, fólk opið, áhugasamt og jákvætt.
Fólk er hvatt til að koma ábendingum um framfarir til stjórnar.
Fundarritari Jón Björn Hjálmarsson