70. aðalfundur Sörla haldinn á Sörlastöðum fimmtudaginn 30. október 2014.
Formaður, Magnús Sigurjónsson setti fundinn kl. 20:05, bauð fundarmenn velkomna og bar fram tillögu um að Darri Gunnarsson, gegndi fundarstjórn og Haraldur Guðfinnsson fundarritun, var það einróma samþykkt.
Darri tók við fundarstjórn, gekk úr skugga um að fundurinn væri löglegur og renndi svo yfir dagskrá fundarins og gaf svo formanni orðið.
1. Skýrsla stjórnar
Stjórn félagsins hefur haldið 16 reglulega stjórnarfundi á starfsárinu auk vinnufunda um tiltekin mál. Fundir hafa verið haldnir með formönnum nefnda, forsvarsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og fleiri aðilum. Margt hefur verið á dagskrá stjórnarinnar en minnt er á að fundargerðir stjórnar eru aðgengilegar á vef félagsins, sorli.is. Vonandi getur stjórn í framtíðinni tryggt að þær berist fljótt á vefinn.Starfsárið gekk vel. Boðið var upp á fjölmarga viðburði. Félagsmenn voru ánægðir með þá viðburði sem voru í boði á starfsárinu og mættu vel á þá. Nefndirnar unnu öflugt starf og stóðu vel að þeim viðburðum sem þær buðu upp á. Félagsmenn eru nú 885. Helstu verkefni á starfsárinu voru:
Tilnefning íþróttamanna Sörla 2013. Á síðasta aðalfundi voru þau Eyjólfur Þorsteinsson og Anna Björk Ólafsdóttir kjörin íþróttamaður og íþróttakona Sörla.
Vetrardagskrá. Vetrardagskrá var viðamikil og var henni dreift spjaldaðri í hesthús á svæðinu, eins var hún aðgengileg á vefnum.
Samskipti við bæjaryfirvöld á starfsárinu vegna samninga félagsins og bæjarins. Hafin var vinna við gerð eignaskiptasamnings við Hafnarfjarðarbæ. Ásgeir Margeirsson og Sigurður Ævarsson annast þetta verk fyrir félagið. Markmið þessarar vinnu er að fá á hreint hve stóran eignarhlut Sörli á í núverandi mannvirkjum. Þegar reiðhöllin var byggð átti Sörli 20% hlut og Hafnarfjarðarbær 80%. Síðan hefur Sörli ráðist í ýmsar framkvæmdir, sumar mjög kostnaðarsamar. Er þess vænst að útkoma vinnunnar verði sú að Sörli eigi mun meira en 20% hlut í mannvirkjunum. Samhliða þessu fer fram mat á verðmæti eignanna. Ennfremur verður unnið að nýjum rekstrarsamningi, en rétt mat eignanna er forsenda fyrir öflugri rekstrarsamningi. All margir fundir hafa verið haldnir með starfsmönnum bæjarins og ráðgjafa hópsins, Pétri Vilberg Guðnasyni hjá Verkfræðistofunni Strendingi. Samstarfið við þessa aðila hefur verið einstaklega gott og ríkir mikil jákvæðni hjá Hafnarfjarðarbæ gagnvart hagsmunum okkar. Ennfremur er hugað að skipulagi og skilgreiningu athafna- og íþróttasvæðis Sörla til framtíðar og kemur Sigríður Sigþórsdóttir, arkitekt, að þeirri vinnu fyrir félagið. Unnið er að breytingu á deiliskipulagi svæðisins, til að tryggja betur réttindi Sörla til frambúðar og skapa möguleika á framtíðaruppbyggingu. Er þess vænst að þessari vinnu ljúki snemma á næsta ári. Ekki þarf að fjölyrða um að þessi vinna er gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir Sörla og er vert að þakka öllum þeim fjölmörgu félagsmönnum sem komið hafa að aukningu verðmæta á Sörlastöðum í gegnum árin.
Landsþing. Var haldið nú í október og sátu fulltrúar Sörla þingið. Eins og frægt er orðið var þinginu frestað og verður framhaldið 8. nóvember n.k.
Félagsgjöld – Innheimtumál. Gíróseðlar vegna félagsgjalda 2014 voru sendir út fyrrihluta árs. Innheimta gengur ágætlega. Ákveðið var að breyta félagsgjöldum á síðasta aðalfundi, einnig fengu félagsmenn lækkun ef þeir greiddu innan mánaðar.
Reiðhöll. Í febrúar var tekin í notkun ný félagsaðstað til viðbótar við eldhúsið sem þegar hafði verið tekið í gagnið. Annar kvistur byggður og innréttaður, veislusalur málaður, lagt nýtt gólfefni og ný borð keypt. Ný salernisaðstaða tekin í notkun á neðri hæð. Ótvírætt er aðstaða öll til félagsstarfs nú mun betri og er þessi breyting því mikil lyftistöng fyrir starfsemi félagsins.
Reiðskóli Íshesta og Sörla. Samið var við Íshesta um samstarf vegna reiðskólans. Vel gekk að ráða starfsfólk og hófst kennsla um leið og grunnskólanum lauk í vor. Fullt var á öllum námskeiðum. Síðasta námskeiðinu lauk svo í skólabyrjun. Það er mál manna að námskeiðshaldið hafi tekist vel.
Kynbótasýning á Sörlavöllum. Eins og undanfarin ár voru kynbótasýningar á Sörlastöðum, fyrri vikuna var landsmótsstemning í Hafnarfiði og mál manna að um frábærar kynbótasýngar hafi verið að ræða. Vegna verðurs á Selfossi þurfti að færa kynbótasýninguna þar og var hún flutt til okkar og tókst vel. Er Sörlafélögum þakkað fyrir umbuví keppnisvellir voru mikið uppteknir og stutt í úrtöku.
Keppnisvellir Hefill var fenginn á svæðið og keyptur vikur í vellina.
Nefndagrill. Árlegt nefndagrill var haldið nú í október.. Ágæt mæting var frá flestum nefndum félagsins. Grillið er nokkurs konar uppskeruhátíð þeirra sem starfa í þágu félagsins á starfsárinu, heiðursfélaga og lávarða og haldið í þakklætisskyni fyrir óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf fyrir Sörla
Nóra- skráningarkerfi fór af stað hjá Hafnarfjarðarbæ á síðasta ári, mikil vinna var í byrjun varðandi kerfið.
Hestadagar. Sörli tók þátt í hestadögum og er þeim þakkað fyrir sem tóku þátt í þeim. Sörli bauð fólki heim, kjötsúpa, sýningar og opin hús svo eitthvað sé nefnt. Skrúðreið var á laugardeginum og stóðu Sörlafélagar sig vel.
Starfsmannamál..Magnúsi Fleygenring var sagt upp störfum hjá félaginu, skipulagsbreyting er hjá félaginu varðandi strafsmannamál. Brynja Björk Garðarsdóttir var ráðin rekstrarstjóri Sörla í 60% starf. 40% starf umsjónarmanns verður auglýst en tímabundið sinnir Eggert Hjartarson starfinu.
Afmæli. Afmælið tókst frábærlega og mun formaður afmælisnefndar koma inn á það í skýrslu sinni síðar. Sex Sörlafélagar voru heiðrarðir gullmerki Sörla fyrir frábært og óeigingjarna vinnu. Fimm Sörlafélagar urðu heiðusrfélagar Sörla. Gefið var út afmælisrit.
Vefsíða. Ný heimasíða var tekin í notkun á vormánuðum, hún er enn í vinnslu en hefur lifnað við nú á undanförnum vikum.
Íslandsmót Sörli fékk úthlutað fullorðinsmótinu 2014 en vegna fjölmargra viðburða bað LH, Sörla og Fák að hafa mótin sömu helgi, Fákur hefur tvo aðskilda velli og þótti svæðið þeirra henta betur í þetta verkefni.
Að lokum þakkar stjórn Sörla 2013 - 2014 samstarfið við nefndir félagsins, starfsmanna sem og alla Sörlafélaga. Það er von okkar að næsta starfsár verði jafnviðburðaríkt og þetta.
Í stjórn á starfsárinu sátu:
Magnús Sigurjónsson formaður
Thelma Víglundsdóttir varaformaður
Þórunn Ansnes gjaldkeri Haraldur Guðfinnsson ritari
Ásgerir Margeirsson meðstjórnandi
Sigurður Emil Ævarsson meðstjórnandi Eggert Hjartarson meðstjórnandi
2. Reikningar félagsins lagðir fram og skýrðir
Þórunn Ansnes, gjaldkeri félagsins, las og skýrði árshlutareikning (8. mánaða uppgjör) sem unninn var upp úr bókhaldi félagsins 1. janúar – 31. ágúst 2014. Fjölrituðum reikningi var dreift á fundarmenn. Reikningar félagsins verða lagðir fram endurskoðaðir á framhaldsaðalfundi.
3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins
Jón Björn Hilmarsson spyr um starfslýsingu fyrir nýjan rekstrarstjóra. Formaður rakti það í stórum dráttum og jafnframt kom fram að starfslýsing rekstrarstjóra verði sett á vef Sörla. Kristinn spyr um lóðarmál í Hlíðarþúfum. Eggert svarar að fundað hafi verið með bænum og vænti þeir niðurstöðu. Ásgeir Margeirsson tók líka þátt í þessari umræðu.
Jón Hannesson ræddi lík Hlíðarþúfur. Leggur fram erindi : „ Til stjórnar hestamannafélagsins Sörla. Hafnarfjarðarbær vinnur nú að breytingum á skipulagi nágrennis Hlíðarþúfna og lagning Ásvallabrautar og/eða Ofanbyggðarvegar getur haft veruleg neikvæð áhrif á hesthúsahverfi Sörla í Hlíðarþúfum. Í ljósi þess fer stjórn húseigendafélags Hlíðarþúfna fram á að stjórn Sörla hafi samband við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði og komi eftirfarandi atriðum á framfæri og í framhaldinu sé unnið að því að: a. Hestamannafélaginu Sörla og húseigendafélaginu í Hlíðarþúfum verði kynntar fyrirhugaðar breytingar á skipulagi. B. Tryggt verði að samráð verði haft við aðila úr stjórnum Sörla og húseigendafélagsins við frekari vinnu og frágang á skipulagi umhverfis svæði Hlíðarþúfna. C. Hagsmunir hestamanna í Hlíðarþúfum verði tryggðir og áfram megi vinna að frekari uppbyggingu á öllu svæði Sörla til hagsbóta fyrir unnendur hestamennsku.“
Valka spyr um ráðningu rekstrarstjóra og framkvæmdamann í 40% starf. Jón Björn Hilmarsson spyr að því sama. Magnús og Sigurður Ævarsson svara því til að vinnan sé meiri en svo að maður í 60% starfi geti sinnt því. Þess vegna var fenginn framkvæmdamaður í 40% starf.
Spurt var um rökin fyrir því að hafa starfið tvískipt. Halldóra spyr um hvað í starfinu hafi aukist svona mikið. Birgir spyr hvernig maður í 40% starfi geti gert allt sem honum er ætlað. Valka spyr hvort við fáum starfsmann frá Hafnarfjarðarbæ. Sigurður svarar því játandi.
Guðni býður Brynju velkomna og spyr jafnframt hvort hennar starf komi inná starf gjaldkera. Þórunn svarar því til að gjaldkerar nefnda muni hafa samband við bæði gjaldkera og rekstrarstjóra.
Sveinn Áki talar fyrir því að hafa tvo í starfinu, því tveir skili meiri vinnu ein einn.
Halldóra spyr um ársreikninga, þar sem kemur fram mikil aukning í upphæð styrkja og það sé hagnaður af námskeiðum. Þórunn svarar því að um sé að ræða leiðréttingu á styrkjum frá bænum sem sýni þessa aukningu og hagnað af námskeiðum.
Friðrik spyr um heimtur á félasgjöldum. Það sé 2,9 milljónir og 885 félagsmenn. Skýringin er m.a. sú undir 18 ára og yfir 70 ára eru gjaldfrjálsir.
Skýrsla stjórnar og reikningar bornir upp til atkvæðagreiðslu og voru þeir samþykktir.
4. Skýrslur nefnda: (Verða birtar óstyttar með tenglum)
a) Ferðanefnd – Kristján Jónsson formaður las nefndarskýrslu
b) Fræðslunefnd – Vilhjálmur Karl las nefndarskýrslu vegna forfalla Margrétar formanns
c) Krýsuvíkurnefnd– Guðmundur Smári Guðmundsson formaður sagði frá nefndarstörfum
d) Kynbótanefnd – Vilhjálmur Karl Haraldsson formaður sagði frá nefndarstörfum
e) Mótanefnd – Valka Jónsdóttir formaður sagði frá nefndarstörfum
f) Reiðveganefnd – Haraldur Guðfinnsson formaður sagði frá nefndarstörfum
g) Skemmtinefnd – Bryndís Snorradóttir formaður las nefndarskýrslu
h) Sörlastaðanefnd – Hilmar Bryde formaður las nefndarskýrslu
i) Æskulýðsnefnd – Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir formaður las nefndarskýrslu
j) Laganefnd – engin skýrsla fyrir starfsárið
k) Afmælisnefnd – Páll Ólafsson formaður las nefndarskýrslu
l) Lávarðadeild– Vilhjálmur Ólafsson formaður las nefndarskýrslu
5. Stjórnarkjör
Magnús Sigurjónsson, formaður og Haraldur Guðfinnsson, ritari gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.
Páll Ólafsson gaf kost á sér sem formaður og var hann kosinn samhljóða.
Tillaga um stjórn var lögð fram: Sigurður Emil Ævarsson, Thelma Víglundsdóttir og Hlynur Árnason. Þórunn Ansnes, Ásgeir Margeirsson og Eggert Hjartarson. (Þrjú síðast nefndu voru ekki í kjöri. Voru þau kosin til aðalmanna í stjórn.
Stjórnin mun skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi sínum.
Skoðunarmenn reikninga: Ingvar Teitsson, Stefanía Sigurðardóttir og til vara Pjetur Pjetursson
6. Afhending verðlauna og viðurkenninga.
Nefnd ársins: Í ár fær Afmælisnefndin nefndarbikarinn fyrir frábært starf við skipulagningu og framkvæmd afmælishátíðar.
Efnilegasta ungmennið: Efnilegast ungmenni Sörla var valið í fyrsta sinn. Hún var dugleg að ríða út og einnig á keppnisvellinum. Hún varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum ungmenna. Efnilegasta ungmenni er Hafdís Arna Sigurðardóttir
Íþróttakarl Sörla: Íþróttakarl Sörla hefur farið mikinn á keppnisvellinum í ár Hann var Íslandsmeistari í fjórgangi og var í úrslitum á LM 2014. Íþróttakarl Sörla er Eyjólfur Þorsteinsson.
Íþróttakona Sörla:Íþróttakona Sörla fór einnig mikinn á árinu og varð hún landsmótssigurvegari í 100m. skeiði á merinu Veru frá Þórodsstöðum Íþróttakona Sörla er Vigdís Matthíasdóttir
Þá var kynbótabikarinn afhentur af Lávarðadeildinni, hann hlaut Tálbeita frá Flekkudal en eigandi hennar er Hjördís Árnadóttir .Kynbótanefndin afhenti svo bikar sem er veittur fyrir hæst dæmda hross sem ræktað er af félaga í Sörla. Bikarinn fékk Helgi Jón Harðarson fyrir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Eygló Gunnarsdóttir fyrir Dan frá Hofi en þeir eru með sömu aðaleinkunn.
Kynbótanefndin veitir á hverju ári viðurkenningu til þeirra Sörlafélaga sem annars vegar eiga hæst dæmda kynbótahrossið það árið og til þess Sörlafélaga sem ræktaði hæst dæmda kynbótahrossið það árið.
7. Kjör í nefndir
Ferðanefnd
Kristján Jónsson, formaður, Ása Hólmarsdóttir, Þórunn Þórarinsdóttir, Páll Gauti Pálsson og Ísleifur Pálsson.
Fræðslunefnd
Snorri Rafn Snorrason, formaður, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Margrét Helga Vilhjálmsdóttir og Vilhjálmur Karl Haraldsson
Krýsuvíkurnefnd
Guðmundur Smári Guðmundsson, formaður, Pétur Ingi Pétursson, Gunnar Gunnarsson, Guðmundur Tryggvason, Gunnar Þór Karlsson, Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, Þórir Jónas Þórisson og Eyjólfur Þorsteinsson
Kynbótanefnd
Vilhjálmur Karl Haraldsson, formaður, Helgi Jón Harðarsson, , Steinþór Freyr Steinþórsson, Stefán Guðmundsson, Oddný Mekkín Jónsdóttir, Guðjón Árnason og Adolf Snæbjörnsson
Laganefnd
Magnús Sigurjónsson, formaður, Stefanía Sigurðardóttir og Atli Már Ingólfsson
Móta- og vallanefnd
Valka Jónsdóttir formaður, Guðni Kjartansson, Helga B. Sveinsdóttir, Bjarni Sigurðsson, Snorri Dal, Stefnir Guðmundsson, Einar Örn Þorkelsson, Thelma Dögg Harðardóttir, Sóveig Óladóttir og Gunnar Hallgrímsson
Reiðveganefnd
Haraldur Guðfinnsson, formaður, Steingrímur Guðjónsson, Jón Vídalín Hinriksson, Stefán Eiríksson og Benedikt Steingrímsson
Skemmtinefnd
Bryndís Snorradóttir,formaður, Kristín María Jónsdóttir, Bjarney Grendal Jóhannesdóttir, Ása Magnúsdóttir, Margrét G. Thoroddsen, Margrét Freyja Sigurðardóttir, Brynja Björk Jónsdóttir, Ríta Björk Þorsteinsdóttir og Hafdís Björk Jensdóttir
Sörlastaðanefnd
Hilmar Bryde, formaður, Jón Oddsson, Sævar Leifsson, Höskuldur Ragnarsson, Erlingur Ingi Sigurðsson
Æskulýðsnefnd
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, formaður, Einar Örn Þorkelsson, Anna Björk Ólafsdóttir, Glódís Helgadóttir og Hafdís Arna Sigurðardóttir
Lávarðadeild
Stjórn:Vilhjálmur Ólafsson, formaður, Hilmar Sigurðsson
8. Árgjald næstaárs. Tillaga kom um að félagar undir 18 ára og yfir 70 ára greiði ekki árgjald. Árgjaldið verði 7.000 kr á hvern einstakling sem skal greiða gjaldið. Fundurinn samþykkt árgjaldið.
9. Lagabreytingar.
Lögð var fram tillaga að breytingu á grein 6 í lögum Sörla um boðun aðalfundar. Eftir nokkra umræðu og tillögur var endanlega niðurstaðan þessi:
Aðalfund skal halda í október ár hvert. Til hans skal boðað með minnst tveggja vikna fyrirvara með tilkynningu á heimasíðu félagsins og tilkynningu á netmiðlum um hestamennsku. Í fundarboði skal vísað til laga félagsins um dagskrá.
9. Önnur mál.
Bjarni Sigurðsson lagði til að fréttir á vegum félagsins yrðu sendar á tölvupóstlista félagsmanna . Fók fundurinn undir það og taldi að hér væri kjörið verkefni fyrir rekstrarstjóra.
Töluverðar umræður voru um lóðaleigusamning fyrir Hlíðarþúfur og hvort vegur kemur á það svæði . Hvortveggja skapar mikla óvissu .
Fundurinn samþykkti að setja kraft í heimasíðuna og styrkja hana.
Fleira var ekki gert.
Magnús Sigurjónsson formaður þakkaði að lokum fundarmönnum sem voru um 80 manns, fyrir komuna og góðan fund. Hann sleit svo fundi kl,. 23,05