Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 6 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 10. apríl 2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Thelma Víglundsdóttir, Stefnir Guðmundsson, Valka Jónsdóttir
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Eggert Hjartarson, Ásta Kara Sveinsdóttir
Ritari fundar: Valka Jónsdóttir
Fyrirliggjandi dagskrá:
- Söfnunarátak vegna reiðhallarbyggingar og kynning
- Samstarf við grunnskóla og Flensborg í Hafnarfirði
- Reiðskólamál m.a. samstarfið við Íshesta og önnur mál frá stjórnarmönnum á ábyrgð þeirra
- Reiðhallarmál. Staðan í vinnu með Allsherjarnefnd fyrir ÍBH þing í maí.
- Framhald við gerð framkvæmdasamnings – bréf til bæjarstjóra ósk um fund.
- Sörli á Instagram/Twitter
- Samstarf um Íslandsmót – ákvörðun um fulltrúa Sörla í framkvæmdanefnd.
- Frá framkvæmdastjóra
- Önnur mál
1. Söfnunarátak vegna reiðhallarbyggingar.
Stofna á söfnunarsjóð vegna reiðhallarbyggingar. Leita þarf til fyrirtækja og einstaklinga um styrk. Ákveðið að stofna hóp til fjáröflunar. Gera þarf drög að auglýsingu sem Atli mun taka að sér. Einnig er hugmynd að vera með skemmtikvöld þann 4. maí.
2. Samstarf við grunnskóla og Flensborg í Hafnarfirði
Framkvæmdastjóri hefur rætt við menntaða reiðkennara hjá Sörla sem hafa tekið vel í þessa hugmynd um að bjóða upp á hestamennsku sem val í efri bekkjum grunnskóla og Flensborg. Bjóða á skólastjórnendum á fund til að ræða mögulegt samstarf.
3. Reiðskólamál
Stjórnarmenn ásamt framkvæmdastjóra fóru á fund hjá Íshestum varðandi reiðskólamál, samstarf og samningamál. Íshestar og Sörli munu vera með reiðskóla í sumar. Taka á upp samninginn við Íshesta. Eiinnig mun Sörli vera í samstarfi við “reiðnámskeið Álftanesi” sem er fyrir börn sem eru lengra komin.
4. Reiðhallarmál
Rætt um umræður í Allsherjarnefnd. Ekki nein niðurstaða komin enn og verður töluverð barátta áfram. Búið að óska eftir að lóðir verði endurskipulagðar út frá breyttum þörfum.
5. Framhald við gerð framkvæmdasamnings.
Formaður mun óska eftir fundi með bæjarstjóra til að ræða stöðu mála.
6. Tvitter/Instagram
Hugmynd kom fram að Sörli færi á Instagram og/eða Tvitter. Að fá nokkra félagsmenn til að taka að sér að vera með Intagramið í einhvern tíma og svo skipta um eftir ákveðinn tíma.
7. Samstarf hestamannafélagana á höfuðborgarsvæðinu um Íslandsmót.
Sörli á að tilnefna einn fulltrúa í framkvæmdanefnd. Einn félagsmaður hefur óskað eftir að taka þátt í þessari nefnd. Formaður mun heyra í honum.
8. Mál frá framkvæmdastjóra
- Frekari vinna á beinu brautinni er fyrirhuguð á mánudaginn næsta. Sandurinn sem er undir vikrinum veldur því að brautin drenar ekki nóg vel. Brautin verður þrengd niður í 6 metra. Það verður búinn til pallur fyrir dómarahúsið og húsið flutt þegar kynbótasýningar verða.
- Verið að skoða kaup á valtara. Kerra og valtarinn gamli verða fjarlægð fyrir skírdag.
- Gerðin. Bæta á efni í hvíta gerðið og laga undirlagi í hringgerðið. Farið verður í þessa vinnu á mánudaginn næsta.
- Hljóðkerfið. Ólafur félagsmaður mun setja upp hljóðkerfi í salinn og einnig í reiðhöll.
- Auglýsingaskilti. Tekin verða niður skilti þeirra fyrirtækja sem ekki hafa greitt fyrir þau.
- Speglar í reiðhöll verða settir upp á mánudag
- Öryggismál, verið að vinna að fullu í að bæta öryggi hestamanna. Búið að taka steinana og reiðgatan við 400 hringinn verður þrengdur. Mikilvægt að ekki sé keyrt þarna um.
- Búið að fá tilboð frá tryggingafélagi og lækka iðgjöldin.
- Þarf að Byggingafulltrúi kemur og tekur út kvistina - lokaúttekt
- Stjórn Sörla ætlar að vera með happdrætti sem er fjáröflun fyrir félagið. Hefst salan á skírdag. Stjórn er búin að fá fullt af flottum vinningum.
- Gengur vel í félagshúsinu. Umsjónarmennirnir eru að standa sig gríðarlega vel. Krakkarnir ánægðir og margir foreldrar virkir. Búið að skipuleggja páskana.
- IBH og LH Ekki verður skrúðreið á vegum LH í bænum þann 1. maí. á degi hestsins.
- Bréf frá almannavörnum höfuðborgarsvæðisins um rýmingaráætlun húsdýra. Kristín tekur að sér að svara þessu bréf.
9. Önnur mál
- Stjórn húsfélagsins í Hlíðarþúfum óskar eftir að fá fund með stjórn vegna ýmissa mála. Tekið vel í það og framkvæmdastjóri tekur að sér að boða þann fund.
- Skírdagur. Ræddur undirbúningur fyrir skírdag. Hvatt verður til þess að fólk fari frekar hjallana sérstaklega ef þeir eru með fleiri en einn til reiðar.
Næsti stjórnarfundur verður haldinn miðvikudaginn 8. maí kl. 19.30.
Fundi slitið kl. 23.30.
Samþykkt, dags: 20. apríl 2019
fyrir hönd stjórnar,
Atli Már Ingólfsson
Valka Jónsdóttir