Stjórnarfundur hestmannafélagsins Sörla miðvikudaginn 5. febrúar 2020. Fundurinn var haldinn á heimili formanns.

 

Fundur hófst kl. 20:00

Mættir eru: Atli Már Ingólfsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Kristján Jónsson og Sigríður Kristín Hafþórsdóttir

  1. Reiðhallarmál

Drög að samkomulagi Sörla við Hafnarfjörð um byggingu reiðhallar verður tekinn fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi hjá Hafnarfjarðarbæ skv. formanni bæjarráðs.

 

  1. Fundur um breytingar á skipulagi hjá Sörla

Fundur um breytingar á skipulagi á Sörla svæðinu verður ákveðinn í samráði við Hafnarfjarðarbæ. Forsvarsmenn Hafnarfjarðarbæ hafa lagt til að fundurinn verði haldinn hjá þeim, eftir kl. 17 í vikunni 10. – 14. febrúar nk. Stjórnin ákveður að leggja til að fundurinn verði haldinn þriðjudaginn 11. febrúar nk. kl. 17.

 

  1. Áherslumál stjórnarmanna – staðan

Staðan rædd á hugmyndum stjórnarmanna um áherslumál.

 

  1. Mál frá framkvæmdarstjóra
    1. Félagshús: Rætt um að fá fleiri börn í húsið og fleira.
    2. Félagatal – Félagsgjöld: Framkvæmdarstjóri upplýsir um að 870 einstaklingar eru skráðir í félagið.
    3. LH – video: Framkvædarstjóri upplýsir að búið sé að biðjum að opnað verði fyrir myndböndin á WorldFeng fyrir skuldlausa félagsmenn.
    4. Rekstrarsamningur Sörli – Hafnarfjörður: Samkvæmt framkvæmdarstjóra er rekstrarsamningurinn í vinnslu og viðræðum, m.a. rætt um fjármuni sem verða eyrnamerktir tilteknum verkefnum félagsins, svo sem snjómokstri og fleira.
    5. Mótanefnd – styrkir: Stjórnarmaður mun fara á fund með mótanefnd vegna öflunar styrkja.
    6. Íshestar – samningur: Rætt um endurnýjun samnings við Íshesta. 
    7. Skiltamál og merkingar á félagssvæði
      1. Stóra skiltinu fyrir neðan Hlíðarþúfur synjað
      2. Skilti inni á reiðvegi samþykkt með breytingum
  2. Önnur mál
    1. Rætt um uppfærslu á vefsíðu félagsins
    2. Umræða um fjáröflun með happadrætti
    3. Rætt um framhaldsaðalfund í mars

22:30 Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 17. febrúar 2020 - 12:32
Viðburðardagsetning: 
mánudaginn, 17. febrúar 2020 - 12:32
Frá: