4. Stjórnarfundur Sörla 21. 11 2016, kl. 20:00
Mættir: Thelma Víglundsdóttir, Atli Már Ingólfsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir, Einar Örn Þorkelsson, Eggert Hjartarson og Þórunn Ansnes. Fundinn ritaði Þórunn
Forföll: Valka Jónsdóttir
Sörlavefurinn hefur lifnað við og markmiðið er að setja inn efni helst daglega til að auka umferð á vefnum. Stjórn sér fyrir sér að allir geti tekið þátt í þessu og ætlar að hvetja nefndir og félagsmenn ásamt stjórn og framkvæmdarstjóra til að búa til lítil og skemmtileg fréttaskot með mynd. Þetta geta verið fréttir t.d. af félagsmönnum í daglegu amstri hestamennskunnar, við þjálfun, á kaffispjalli eða bara einhverju skemmtilegu sem okkur dettur í hug. Fréttirnar þarf svo að senda til Þórunnar sem birtir þær á vefnum. Rædd var tillaga um “Sörla snapp” sem gæti t.d. byrjað þegar mótahaldið hjá okkur hefst, verður nánar rætt og útfært eftir áramót.
Vetrardagskráin er tilbúin og birtist í áföngum á heimasíðunni, þ.e. vegna þeirrar handavinnu sem felst í því að fylla inní dagatalið sem birstist á sörla vefnum.
Reiðvegamál. Eftir miklar rigningar í haust er ljóst að reiðvegurinn um skógarhringinn er að einhverjum hluta illa farinn og var ákveðið að 500 þús. sem áttu að fara í nýja veginn uppá hæðinni hjá Hvaleyrarvatni fari í hringinn. Eggert ræðir við Hafnarfjarðarbæ vegna þess.
Landsbankinn, ákveðið að Þórunn og Atli fari á fund útibússtjóra Landsbankans.
Formannafundur IBH var haldinn á Sörlastöðum 12. nóvember síðastliðinn. Atli gerði grein fyrir fundinum.
Skipulagsmál á Sörlasvæðinu voru rædd. Ákveðið var að boða Sigurð Ævarsson og Ásgeir Margeirsson á fund stjórnar fljótlega eftir áramót til að kynna fyrir nýrri stjórn hvar sú vinna sem þegar hefur farið fram er stödd og leggja grunn að áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið og eignaskiptasamninga. Þeir Siggi og Ásgeir hafa séð um og verið í fararbroddi þeirrar vinnu sem fram hefur farið í þessum málum og mun stjórn óska eftir samstarfi með þeim í framhaldinu.
Rædd var hugmynd frá félagsmanni Sigríði Theódóru um að setja upp spegil í reiðhöllinni sem nýtist við þjálfun hrossa. Beðið er eftir verði á speglum og uppsetningar möguleikum frá Sigríði, einnig ætlar Eggert að kanna málið.
Rekstrarsamningur við Hafnarfjarðarbæ. Stjórn hefur kynnt sér drög að samningi og ákveðið að Atli og Þórunn fari á samningsfund í vikunni.
Íshestar reiðskóli og fl. Stjórn Sörla mun óska eftir fundi með Íshestum og ræða reiðskólamál og fleira.
Reiðhallargólf. Kvartanir hafa borist vegna hversu erfitt er að setja hesta á stökk á hringnum og virðist sem hestarnir nái ekki spyrnu á gólfinu. Leitað verður eftir upplýsingum frá öðrum sem eru með samskonar gólf.
Rætt var um hesthúslóðir á Sörlasvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarfjarðarbæ er verið að vinna að breytingum sem lúta að stærð lóðanna, og á meðan sú vinna fer fram eru engar lóðir til sölu á svæðinu. Stjórn fylgist með þessu máli og upplýsir þegar þessari vinnu er lokið.
Fundi slitið kl. 23:00