Efni:                              Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.:                  4 - 2020
Staður og stund:          Sörlastaðir, miðvikudagur 15. janúar 2020
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristín Þorgeirsdóttr, Kristján Jónsson, María Júlía Rúnarsdóttir, og Sveinn Heiðar Jóhannesson.
Áheyrnarfulltrúi:     Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi:              Stefnir Guðmundsson
Ritari fundar:           Ásta Kara Sveinsdóttir

 

DAGSKRÁ

Fráfall Jómba. Útför – aðkoma Sörla.

Tilkynning um jarðarför á vef félagsins o.fl.

Stjórnin ætlar að annast um að skrifaður sé pistill um Jómba og deila á vef félagssins. Jómbi var félagsmaður Sörla til lengri tíma, hann sinnti ýmsum stöfum innan félagssins meðan annars síðast í Reiðveganefnd. Margir vissu hver Jómbi var enda skemmtilegur og vinsæll meðal manna. Góður við hrossin sín og með sterkar skoðanir á hvernig bæta mátti hin ýmsu mál í félaginu.

Framkvæmdastjóri mun hafa samband við fjölskyldu hans varðandi framkvæmd útfarinnar.

 

 

Yfirlit yfir stöðu fjármála – gjaldkeri.

Staða fjármála er í góðum málum. Ekkert athugavert sem hægt er að setja út á. Velta  og innkoma hefur aukist og kostnaður samfara því einnig í sama hlutfalli. Rakið til meiri starfsemi í félaginu.

 

Skipulagsmál og reiðhallarbygging – staðan

Búið er að samþykkja breytingar stjórnar á lóðum við Sörlaskeið. Skipulagsbreytingin er farin í auglýsingu hjá Hafnarfjarðarbæ.

 

Áherslumál stjórnarmanna á komandi ári – staðan.

Stjórnarmenn beðnir um að hugsa um eitthvert sérstakt málefni/verkefni sem þeir vilja taka að sér og koma í framkvæmd.

 

Félagshesthús – staðan, fjármál o.fl.

Stjórnin hafði óskað eftir styrk frá Hafnarfjarðarbæ sem færi til félagshesthúsins. Þeirri ósk var hafnað. Formaður félagsins sendi póst á bæjarstjórann og nefndi þar hversu mjög stjórnin væri ósátt við þá niðurstöðu, þar sem þetta væri barnastarf sem er hrósað hefði verið af ÍBH sem og Sörlafélögum, Landsambandi Hestamannaféalga og öðrum hestamannafélögum. Bæjarstjórinn ætlaði að fara yfir málið og kanna nánar. Ekki er búið að gefa upp von um einhvern stuðning til þessa verðuga verkefnis.

Laus pláss eru núna í félagshúsinu og verða þau auglýst fljótlega. Komið hefur í ljós að sum börnin sem voru í félagshúsinu hafa fundið sér pláss annars staðar eftir að hafa lært hestamennsku, kynnst hestafólki og öðrum börnum á svæðinu. Helsta markmið með rekstri félagshúss hefur því náðst, þ.e.a.s. að börn þroskist frá félagshúsinu, með gott veganesti, yfir í að verða sjálfstæð í sinni hestamennsku.

 

Samningsmál Sörla og Íshesta.

Farið yfir síðustu tillögur sem sendar voru frá Sörla og hafnað var af Íshestum.

Áherslur í nýjum samningi.

Aðalbreytingar voru að breyta hvert fjármagn frá Íshestum færi. Heldur gæti stjórn ákveðið í hvað fjármagnið færi í. Nýr samningur liggur fyrir sem þarf að kynna fyrir Íshestum.

 

Staðan á áætluðum æfingatímum Sörla fyrir börn og unglinga, einskonar reiðkennsluskóla Sörla.

Flott mynd er komin á þetta verkefni og stefnt er að því að hefja starfið 2. febrúar.

Haft hefur verið samband við reiðkennara á svæðinu sem hafa tekið að sér reiðkennsluna og kynning er komin í loftið. Einnig var starfið kynnt á kynningu vetrardagskrár hjá Æskulýsnefndinni sem haldin var þriðjudaginn 13. janúar. Stórnin er ánægð með góðar undirtektir reiðkennara og telur þetta mikið skref fram á við fyrir unga félagsmenn Sörla.

 

Ýmis mál frá framkvæmdastjóra

Breytingar í mótanefnd - Formaður Mótanefndar er flutt og fengist hefur annar sjálfboðaliði til að taka að sér formennsku í hennar stað. Mótanefnd leitar eftir 2 nýjum sjálfboðaliðum í mótanefnd.

Skiltamál og merkingar á félagssvæðinu - Komnar eru tillögur af merkingum sem bæta þarf úr. Bærinn hyggst laga merkingar á svæðinu sem er frábært. Framkvæmdastjóri vinnur áfram í málinu.

Sjónvarps eða netútsendingar á Sörlastöðum - Verið er að vinna í því að nettengja sjónvarpið og samtengja við hljóðkerfið í salnum, svo hægt verði að horfa t.d á  Meistaradeildina, handbolta og fótbolta í framtíðinni en mikil eftirspurn hefur verið eftir því. Einnig var samþykkt að kaupa stærra sjónvarp svo félagsmenn geti séð nú almennilega á sjónvarpið bæði á fundum, við kennslu eða á öðrum viðburðum.

Reiðhallarlyklar hafa mikið verið endurnýjaðir.

Tilboð hefur fengist í hurðaopnara fyrir hurð á vesturgafli reiðhallarinnar - Farið verður í þá framkvæmd í vetur.

Heilbrigðisteftirlitið kom og tók út salinn og eldhúsið. Ekki komu neinar athugasemdir varðandi salinn - Endurnýja þarf starfsleyfið framkvæmdastjóri gerir það.

 

Önnur mál.

Þorrablótið er á næsta leiti og vonumst við til þess að sem flestir láti sjá sig.

 

Fundi slitið kl. 22.30
Samþykkt, 
dags:  21. janúar 2020 
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Ásta Kara Sveinsdóttir

Viðburðardagsetning: 

Miðvikudaginn, 15. janúar 2020 20:00 -  22:30

 

 

 

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 30. janúar 2020 - 11:57
Viðburðardagsetning: 
fimmtudaginn, 30. janúar 2020 - 11:57