Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 3 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 12. Desember 2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristján Jónsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Stefnir Guðmundsson og Sveinn Heiðar Jóhannesson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Kristín Þorgeirsdóttir
Ritari fundar: Ásta Kara Sveinsdóttir
Málefni tengd skipulagi og reiðhöll, farið yfir stöðuna.
Búið er að uppfæra lóðir sem eru til sölu hér í Sörla. Funda þarf með Hafnarfjarðarbæ til að fá samþykki svo hægt sé að auglýsa lóðirnar. Allir voru samþykkir því að mikið betra væri að minnka lóðirnar og bjóða upp á smærri byggingareiti svo fólk geti byggt minni hús en stærri þar sem að það hentar betur hinum almenna reiðmanni. Einnig verður þó boðið upp á lóðir fyrir stærri hús. Talið er að þessi breyting auki líkur á lóðasölu þannig að fleiri komist að í hverfinu.
Umræður um umferð á reiðvegum - viðbrögð stjórnar
Öryggismál í Sörla er alltaf í forgangi hjá stjórn Sörla. Stjórnin gerir eins og hún getur í að minnka umferð ökutækja sem eiga ekki heima á reiðvegum félagsins svo sem reiðhjóla, skellinaðra, fjórhjóla, bíla og fl.. Hins vegar fannst stjórninni ekki nauðsyn að setja sérstakt bann á hestvagna líkt og rætt var á Facebooksíðunni ,,Félagsmenn Sörla”. Slík kerra er fyrir hesta og kemur einstaka sinnum fyrir að fólk sjáist með slíkt í eftirdragi. Einnig er um að ræða aukna fjölbreytni sem sást hér áður fyrr mun oftar á reiðvegum landsins. Stjórn vill samt sem áður biðja stjórnendur hestvagna að gæta ítrustu varúðar og sýna fyllstu tillitsemi við hinn almenna reiðmann á reiðvegum Sörla. Að auki voru allir sammála því að beina þeim tilmælum til allra að bera virðingu fyrir náunganum og koma fram við aðra með kurteisi og sanngirni í okkar skemmtilega samfélagi.
Stjórn tók einnig fyrir umræður um hækkanir á lyklum að reiðhöllini frá og með 1. janúar 2020. Stjórn var sammála hvað varðar það að betur hefði farið ef tilkynning hefði verið send félagsmönnum, til undirbúnings, áður en málefnið var sett í fundargerð. Stjórn biðst hér með formlegrar velvirðingar á því.
Málefni tengd framkvæmdastjóra
- Borist hefur tilboð frá fyrirtækinu Stefnu varðandi vefsíðu til hestamannafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Vefurinn er einstaklega hentugur fyrir snjalltæki líkt og síma og spjaldtölvur. Vefurinn hentar einstaklega fyrir hestamannafélög. Vefurinn sem Sörli er með í dag er ekki hentugur til að setja inn auglýsingar og fréttir. Það getur reynst mjög erfitt að setja inn alls kyns efni. Stjórnin felur framkvæmdastjóra að fá tilboð frá fyrirtækinu og að hafa samband við Jón, sem hýsir núverandi síðu félagsins, og athuga hvort hann hefur að bjóða frekari og betri uppfærslu á núverandi vefsíðu.
- Skötuveisla - Saltfiskurinn og kominn í útvötnun. Búið er að panta skötuna. Fjöldi fólks mætti í fyrra og vonast stjórn og framkvæmdastjóri til þess að enn fleiri mæti í ár til að njóta í góðum félagsskap að snæða á dýrindis skötu og saltfisk. Þessi viðburður er einstaklega skemmtileg hefð.
- Dagskrá vetrarins - Liggur öll nokkurn veginn fyrir. Enn á eftir að fínpússa nokkur atriði áður en hún er send út.
- Æskulýðsnefnd og Fræðslunefnd óska eftir fjármagni til að kaupa taltæki og heyrnatól til notkunar í kennslu á þeim námskeiðum haldin á vegum Sörla. Miðað er við að kennari geti talað við 5 nemendur í einu. Stjórnin tók mjög vel í þessa ósk og ætlar að athuga fjárhag félagsins.
- Erindi barst frá félagsmanni varðandi reiðhöllina og gólfið. Ánægja er með að farið var í að laga gólfið en í erindinu bendir viðkomandi félagsmaður einnig á það að jafn mikilvægt er að gera við göt í þakinu sem gerir það að verkum að rigning lekur í gegn og leirinn í gólfinu verður mjög sleipur. Það stendur til að setja upp gildur til að veiða lekann, við þurfum til þess vinnulyftu, verður vonandi fljótlega á nýju ári
- Komandi Landsmót - Stjórnin hefur falið framkvæmdastjóra að kaupa miða á Landsmót hestamanna 2020 fyrir börn, unglinga og ungmenni áður en gjaldskráin hækkar eftir áramót.
Önnur mál
Varðandi umferð á svæðinu langar stjórn og framkvæmdastjóra að beina þeim tilmælum til félagsmanna að við sýnum hvert öðru tillitsemi og kurteisi þar sem að við verðskuldum öll virðingu. Á svæðinu okkar fjölgar fólki og umferð hefur aukist gríðarlega bæði af gangandi, hjólandi og akandi umferð. Við viljum því biðla til fólks að sýna aðgát og vera vakandi fyrir umferðinni. Þetta er fallegt landsvæði sem margir sækjast í og upplendið er ætlað öllum til notkunar.
Fundi slitið kl. 22.10
Samþykkt,
dags: 11. Desember 2019
Fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
Ásta Kara Sveinsdóttir
Viðburðardagsetning:
Miðvikudaginn, 11. Desember 2019 20:00 - 22:10