Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 1 - 2021
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur 6. janúar 2021
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Ásta Kara Sveinsdóttir, Kristján Jónsson, Kristín Þorgeirsdóttir, María Júlía Rúnarsdóttir, og Sveinn Heiðar Jóhannesson.
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Stefnir Guðmundsson
Ritari fundar: Ásta Kara Sveinsdóttir
- Árshátíð/Uppskeruhátíð.
Búið er að ræða við skemmtikrafta fyrir árshátíð Sörla. Farið var yfir atriði sem þarf að hafa tilbúið fyrir daginn. Árshátíðin verður í rafrænu formi þetta árið.
- Árangursverðlaun – Valnefnd og stjórn.
Í valnefnd eru eftirfarandi Darri, Valka úr vinnuhóp og úr stjórn eru Sveinn Heiðar, Ásta Kara og Stefnir.
- Aðalfundur haust 2020 – Sem ekki var hægt að halda vegna covid
Stefnt að því að halda hann 23. mars.
- Göngustígur – Starfshópur verður stofnaður á nýju ári
Góður fundur var haldin með Umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðabæjar á zoom. Starfshópur verður stofnaður á nýju ári til að fara yfir reiðvega- og göngustígamál í upplandi Hafnarfjarðar að gefnu tilefni. Engar framkvæmdir við þverun reiðstíga á meðan.
- Reiðhöll: Vinnu framkvæmdanefndar lauk að hluta til á síðasta ári þegar útboðsgögn voru kláruð til að hægt væri að leita tilboða í lokahönnun verksins. Starfshópurinn lauk ákveðnum áfanga í sinni vinnu m.a. hvað varðaði kostnaðarskiptingu framkvæmda. Útboðsgögn voru send til Bæjarstjórnar/Bæjarráðs til þess að samþykkja að hefja útboðsferlið vegna lokahönnunar. Formaður hópsins Matthías Imsland stóð sig vel í að koma málinu áfram. Staða málsins er hins vegar sú að bærinn hefur ekki afgreitt málið og ekki hefur enn verið leitað tilboða í lokahönnun verksins. Fjárhagsáætlun Hafnafjarðarbæjar fyrir árið 2021, gefur ekki mikil fyriheit um að staðið verði við fyrri yfirlýsingar. Í starfshópnum fyrir hönd Sörla starfa auk formanns Halldóra Einarsdóttir og Stefán Már Guðlaugsson. Formaður ætlar að panta fund með bæjaryfirvöldum til að fylgja þessu eftir.
- Frá framkvæmdastjóra:
- Félagshús: Er rekið í samstarfi við Íshesta, gengur vel en hægt er að bæta við nokkrum börnum á vorönn.
- Reiðhallargólf: Þarf að fara yfir gólfið, sem er orðið hált í hornunum. Ákveðið hefur verið að fara í almennilega framkvæmd á gólfinu. Rífa gólfið alveg upp og fjarlægja gamalt efni og setja nýtefni í gólfið. Tilboða í verkið verður aflað.
- Styrkur – aðgerðir stjórnvalda fyrir íþróttastarfið í landinu. Fundur var með barnamálaráðherra. Styrkur til reiðkennara sem misst hafa kennslu. Hinrik ætlaði að fara yfir hvaða þjálfarar það voru sem voru með skipulagða kennslu fyrir Sörla sem ekki varð af og ræða við þá.
- Önnur mál
Kom sú niðurstaða að ekki er hægt að halda sérstaka barnaárshátíð eins og í fyrra, þó mikill vilji væri fyrir því, heldur sameina hana við rafræna árshátíð fullorðina. Haldin verður flott rafræn árshátíð í þessum covid ástandi.
Fundi slitið:
23:30
Birtingardagsetning:
fimmtudaginn, 7. janúar 2021 - 14:32
Viðburðardagsetning:
fimmtudaginn, 7. janúar 2021 - 14:32 to föstudaginn, 8. janúar 2021 - 14:32