Efni: Stjórnarfundur Sörla
Fundur nr.: 1 - 2019
Staður og stund: Sörlastaðir, miðvikudagur . 16. október 2019
Mættir stjórnarmenn: Atli Már Ingólfsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Stefnir Guðmundsson, María Júlía Rúnarsdóttir, Sveinn Heiðar Jóhannesson, Kristján Jónsson
Áheyrnarfulltrúi: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir, framkvæmdastjóri Sörla
Fjarverandi: Ásta Kara Sveinsdóttir
Ritari fundar: María Júlía Rúnarsdóttir
Fyrirliggjandi dagskrá:
1. Ný stjórn skiptir með sér verkum
2. Staðan á reiðhallarmálum
3. Starfsemi vetrarins.
- Nefndarfundir - formannafundir
- Dagskrá vetrarins
4. Afmælishátíð
5. Bréf frá félagsmann sem barst formanni og framkvæmdastjóra.
6. Frá framkvæmdastjóra
- Ákveða stöðufund með Auði og Guðbjörgu í félagshúsi
- Skil á ársskýrslu stjórnar og árshlutareikningi 2019 + Rekstaráætlun - skil
- Rekstrarhringur
- Gámur á kerrusvæði
- Rafmagnsmál – lýsing í reiðhöll
7. Önnur mál
Ný stjórn skiptir með sér verkum
María Júlía Rúnarsdóttir, varaformaður
Kristín Þorgeirsdóttir, gjaldkeri
Ásta Kara Sveinsdóttir, ritari
Stefnir Guðmundsson, meðstjórnandi
Kristján Jónsson, meðstjórnandi
Sveinn Heiðar Jóhannesson , meðstjórnandi
Staðan á reiðhallarmálum
Formaður fór yfir efni fundar sem haldinn var í vikunni með bæjarstjóra og starfsmönnum í reiðhallarnefnd. Fram kom nefnd um byggingu reiðhallar hefur að ósk bæjaryfirvalda náð niður kostnaði við bygginguna og að tillögu bæjaryfirvalda sett fram tillögu að áfangaskiptinguá framkvæmdinni. Í fyrstu verði reiðskemma reist með salernisaðstöðu, en síðari áfangi verði félagsaðstaða og félagshesthús. Á fundi með bæjarstjóra Hafnarfjarðar sl. þriðjudag var Atla falið að gera drög að samkomulagi/samning um verkefnið og bygginguna sem aðilar muni rita undir þannig að ljóst sé að framkvæmdir er varðar byggingu reiðhallar eru á dagskrá. Farið yfir stöðu á hönnun lóða til byggingar á hesthúsum. Upplýst að bæjaryfirvöld segja nú að mjög skammt sé í að auglýsa megi nýtt skipulag þar sem búið er að minnka lóðirnar. Rætt um mikilvægi þess að koma þessu verkefni af stað.
Starfsemi vetrarins
- Nefndarfundir – formannafundir. Það þarf að ákveða tímasetningar fyrir nefndarfundi og formannafundi með stjórn. Talað um að hafa nefndarfundi 30. október n.k. Nánari tilhögun í höndum framkvæmdarstjóra
- Dagskrá vetrarins: Framkvæmdarstjóri undirbýr þetta fyrir nefndarfundinn.
Árshátíð og uppskeruhátíð
Verður haldin 22. nóvember nk. Verður haldin að Sjónarhóli í Kaplakrika. Hjörvar Ágústsson verður veislustjóri. Drög að matseðli kominn í hús. Hljómsveitin Brimnes leikur fyrir dansi.
Þann 21. nóvember nk. Verður árshátíð og uppskeruhátíð fyrir börn og unglinga. Þriggja rétta matseðill og fleira skemmtilegt.Það verður lagt upp úr verðlaunaafhendingu í því skyni að hvetja börn og unglinga til frekari þátttöku í starfinu.
Sveinn tekur að sér að fara yfir stigagjöf vegna verðlaunaúthlutunar. Hann mun ráðfæra sig við aðila í mótanefnd. Þetta þarf að liggja ljóst fyrir eigi síðar en 1. nóvember nk.
Verðlaunaafhending vegna kynbótahrossa verður rædd við kynbótanefndina.
Þá var rætt um miðaverð á árshátíðina og að það þurfi að auglýsa það.
Bréf frá félagsmann sem barst formanni og framkvæmdastjóra.
Í bréfinu lýsir félagsmaður óánægju við fundarstjórn á síðasta aðalfundi félagsins. Formaður tekur að sér að svara erindinu.
Frá framkvæmdastjóra
Ákveða stöðufund með Auði og Guðbjörgu í félagshúsi. Það þarf að ákveða fundartíma með stúlkunum og stjórn. Til stendur að gera samstarfssamning við þær. Fundartími verður ákveðin á næstunni, helst á föstudegi þar sem þá er frí í húsinu.
Skil á árskýrslu stjórnar og árshlutareikningi 2019 + Rekstraráætlun er í vinnslu.
Rekstrarhringur - Framkvæmdarstjóra falið að gera drög að bréfi til þeirra félagsmanna sem hafa lýst yfir áhuga á að reka rekstrarhring á svæðinu og þeim boðið að leggja fram tillögu að fyrirkomulagi og svæði þar sem hægt væri að útfæra þetta. Í framhaldinu væri hægt að bera tillöguna undir Hafnarfjarðarbæ.
Gámur á kerrusvæði - Framkvæmdarstjóri ræddi um að fara með drasl úr gámnum í Sorpu til að rýma fyrir tækjum og tólum.
Rafmagnsmál – lýsing í reiðhöll. Rætt um að skipta út lýsingu í reiðhöllinni yfir í ledlýsingu. Framkvæmdarstjóri hefur aflað tilboða. Þrátt fyrir nokkurn kostnað í upphafi er það talið borga sig upp á innan við ári að skipta yfir í ledlýsingu.
Önnur mál
Stjórn hefur ákveðið að halda stjórnarfundi fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði kl. 19:30
Fundi slitið kl. 22.00
Samþykkt,
dags: 20.okt 2019
fyrir hönd stjórnar
Atli Már Ingólfsson
María Júlía Rúnarsdóttir