Ágætu félagsmenn. Vinna við uppsetningu nýrra batta í reiðhöllina heldur áfram. Staðan er þannig að það er byrjað að rífa gömlu battana frá og aðeins á eftir að mála spýtur. Seinnipartinn í dag verður hafist handa við uppsetningu á nýja efninu. Nokkrir smiðir hafa boðað komu sína í kvöld. Ennþá getur félagið þegið allar þær hendur sem eru tilbúnar til að aðstoða. Til eru verkefni við allra hæfi. Áætlað er að þessi vinna standi fram eftir vikunni.
Látum hendur standa fram úr ermum og sýnum samstöðu með því að bæta okkar aðstöðu.
Birtingardagsetning:
þriðjudaginn, 12. september 2017 - 9:02