Um helgina var vinnuhelgi á Sörlastöðum, þar var borin fúavörn á fjalir sem eiga að fara í endurnýjun batta í reiðhöllinni okkar.Nokkrar vinnufúsar hendur mættu og létu svo sannarlega hendur standa fram úr ermum og luku dágóðu verki. Skemmtilegt hefði verið ef fleiri hefðu séð sér fært að láta sjá sig um helgina, en viðhaldsvinnan er bara rétt að byrja þannig að allir Sörla félagar eru hvattir til að bretta upp ermar og taka þátt í þeim verkum sem ráðast á í. En framundan er niðurrif gömlu battanna og uppsetning á þeim nýju, einnig á að endurnýja umgjörðina í kringum keppnisvöllin.

Áhugasamir setji sig í sambandi við Þórunni framkvæmdastjóra um nánari tímasetningar hvernær vinnan fer fram.

Hér eru myndir af þeim sem mættu í málningarvinnu á sunnudaginn, en á laugardaginn þegar engar myndir voru teknar máluðu með okkur Guðni Kjartansson, Víglundur Þorsteinsson, Gríma Huld.

Við þökkum öllu þessu góða fólki fyrir hjálpina og vonum að stemmingin í komandi framkvæmdum aukist og efli góðan félagsanda.

Stjórnin

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 11. september 2017 - 9:33
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll