Í dag héldu Sörlafélagar áfram að gera góða hluti á Íslandsmótinu 2019. Því ber að fagna að í dag eignuðumst við Íslandsmeistara í 100 metra skeiði í ungmennaflokki, hana Sunnu Lind Ingibergsdóttur sem fór sprettinn á 8,06 sek á hestinum Flótta frá Meiri Tungu 1. Annabella R. Sigurðardóttir vann sig upp úr B úrslitum í A úrslit í Fimmgangi ungmenna F1 á hestinum Styrk frá Skagaströnd með einkunnina 6,38 og Sara Dís Snorradóttir hafnaði 10. sætinu í Tölti T3 í barnaflokki á hestinum Þorsta frá Ytri Bægisá 1 með einkunnina 5,67 og í 7. sæti í Fjórgangi V2 á sama hesti með einkunnina 6,2. Innilega til hamingju kæru stúlkur.
Hestamannafèlagið Sörli er afar stolt félag af því að geta státað af svo efnilegum og flottum knöpum.