Aðalfundur Sörla var haldinn í gær 25. október 2018 að Sörlastöðum. Fundurinn var líflegur og áhugaverður því fjörugar umræður sköpuðust um mörg málefni. Um 70 félagsmenn mættu sem er keimlíkur fjöldi og fyrri ár.
Aðalfundurinn var með hefðbundnum hætti þar sem farið var eftir útgefinni dagskrá fundarins. Fundurinn var langur og var honum slitið hálftíma eftir miðnætti.
Nokkrar ástæður eru fyrir því og má nefna þær helstar:
- að skýrsla formanns og margra nefnda voru í lengri kanntinum enda mikið búið að gerast á árinu.,
- að kosning til stjórnar tók tíma þ.s. fleiri gáfu kost á sér en laus sæti til stjórnar voru. Fyrir vikið fór fram leynileg kosning. Þetta ásamt því hversu margir gáfu kost á sér í nefndarstörf er mjög jákvætt og sýnir að félagsmenn eru viljugir taka þátt í sjálfboðaliðastörfum fyrir félagið.
- að margar lagabreytingar frá Laganefnd lágu fyrir fundinn og voru miklar umræður í kringum þær. En lög félagsins hafa ekki verið breytt síðan 2009,
Stjórn starfsársins 2018 - 2019 er skipuð eftirfarandi félagsmönnum:
- Atli Már Ingólfsson, formaður
- Ásta Kara Sveinsdóttir
- Eggert Hjartarsson
- Kristín Þorgeirsdóttir
- Stefnir Guðmundsson
- Thelma Víglundsdóttir
- Valka Jónsdóttir
Að venju eru veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur á starfsárinu.
Eftirtaldir fengu viðurkenningu þetta árið og óskum við þeim öllum til hamingju.
- Íþróttakona Sörla – Hanna Rún Ingibergsdóttir.
- Íþróttakarl Sörla – Snorri Dal
- Áhugamaður Sörla – Hafdís Arna Sigurðardóttir
- Efnilegasta ungmenni Sörla – Annabella R. Sigurðarsdóttir
- Besti keppnisárangur í barna eða unglingaflokki – Katla Sif Snorradóttir
- Áhugasamasti einstaklingurinn í barna og unglingflokki – Jónas Aron Jónasson
- Reiðveganefndin fékk nefndarbikarinn fyrir frábær störf á árinu sem er að líða.
Kynbótanefndin veitti viðurkenningu fyrir annars vegar hæst dæmda kynbótahross ræktað af Sörlafélaga og hins vegar hæst dæmda kynbótahross í eigu Sörlafélaga
- Báðir bikararnir fóru Önnu Kristínar Geirsdóttur sem er ræktandi og eigandi hryssunar Kötlu frá Hemlu II.
Eftirtaldir félagsmenn hafa gefið kost á sér til sjálfboðaliðastarfa í eftirtöldum nefndum:
Ferðanefnd
- Ásta Snorradóttir, formaður
- Arngrímur Svavarsson
- Jón Harðarson
- Kristín Auður Elíasdóttir
Fræðslunefnd
- Þórunn Þórarinsdóttir, formaður
- Hanna Blanck
- Kristján Jónsson
- Friðdóra Friðriksdóttir
Krýsuvíkurnefnd
- Guðmundur Smári Guðmundsson, formaður
- Eyjólfur Þorsteinsson
- Gunnar Örn Ólafsson
- Gunnar Þór Karlsson
- Pétur Ingi Pétursson
- Ólafur Þ. Kristjánsson
Kynbótanefnd
- Snorri Rafn Snorrason, formaður
- Einar Valgeirsson
- Geir Harrysson
- Helgi Jón Harðarson
- Oddný M. Jónsdóttir
- Stefán Guðmundsson
- Vilhjálmur Karl Haraldsson
Kvennanefnd
- Gerður Stefánsdóttir, formaður
- Ásta Snorradóttir
- Guðný Einarsdóttir
- Lilja Bolladóttir
Laganefnd
- Hafdís Arna Sigurðardóttir, formaður
- Darri Gunnarsson
- Stefanía Sigurðardóttir
Lávarðanefnd
- Vilhjálmur Ólafsson, formaður
- Hilmar Sigurðsson, aðalritari
Móta- og vallanefnd
- Stella Björg Kristinsdóttir, formaður
- Jóhanna Freyja Ásgeirsdóttir
- Kristín Ingólfsdóttir
- Lilja Hrund Pálsdóttir
- Sindri Sigurðsson
- Svandís Magnúsdóttir
- Anna Björk Ólafsdóttir
- Freyja Aðalsteinsdóttir
Reiðveganefnd
- Jón Ásmundsson, formaður
- Jón Björn Hjálmarsson
- Ólafur F C Rowell
- Jóhann Sigurður Ólafsson
Skemmti- og fjáröflunarnefnd
- Ása Dögg
- Ásthildur Guðmundsdóttir
- Ragnar Eggert Ágústsson
- Steinþór Steinþórson
- Eyþór Elmar Berg
- Bertha María Waagfjörð
- Þórdís Anna Oddleifsdóttir
- Einar Ásgeirsson
Sörlastaðanefnd
- Pálmi Þór Hannesson
- Grétar Ómarsson
- Ísleifur Þór Erlingsson
- Stefnir Guðmundsson
Æskulýðsnefnd
- Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður
- Freyja Aðalsteinsdóttir
- Jóhanna Ólafsdóttir
- Elín M. Magnúsdóttir
- Jónas Aron Jónasson
Ellefu lagabreytingartillögur lágu fyrir aðalfund. Eins og venja er komu fram breytingartillögur á nokkrar þeirra og sumar fengu ekki samþykki. Til að breytingar á lögum taki gildi verða þær lagðar aftur fyrir á framhaldsaðalfundi.
Ítarlegar upplýsingar um aðalfundinn og hvað fór þar fram mun vera birt í fundargerð aðalfundar á næstu dögum.