Í dag föstudaginn 1. maí fjölmennti Sörlafólk í hinn árlega grilltúr. Um 60 manns og aðeins fleiri hross nutu saman veðurblíðunnar í dag. Riðið var í kringum Hvaleyrarvatn með góðum áningum, tilheyrandi spjalli og skemmtilegheitum. Þegar því var lokið var farið með hross heim í hús og síðan mætti fólk á Sörlastaði með eitthvað gott á grillið og annað sem því tilheyrir og hélt áfram að hafa gaman.
Birtingardagsetning:
laugardaginn, 2. maí 2015 - 0:13
Frá: