Mörg glæsileg folöld voru skráð til leiks og skemmtilegt uppboð á folatollum var í hléi. Dómarar sýningarinnar voru Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson.
Folald sýningarinnar valið af áhorfendum og einnig folald sýningarinnar valið af dómurum var merfolaldið Hnota frá Þingnesi. Hnota er undan Spá frá Þingnesi og Arion frá Eystra-Fróðholti og hlaut Þjórsárbakkabikarinn.
5 efstu folöldin í hverjum flokki voru verðlaunuð og voru úrslit eftirfarandi:
Merfolöld:
1.sæti:
Hnota frá Þingnesi
Móðir: Spá frá Þingnesi
Faðir. Arion frá Eystra-Fróðholti
Ræktendur og eigendur: Þorsteinn Eyjólfsson og Valdís Anna Valgarðsdóttir
2.sæti:
Helma frá Ragnheiðarstöðum
Móðir: Hending frá Úlfsstöðum
Faðir: Boði frá Breiðholti, Gbr
Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson
3.sæti:
Hrefna frá Ragnheiðarstöðum
Móðir: Hrund frá Ragnheiðarstöðum
Faðir: Sjóður frá Kirkjubæ
Ræktandi og eigandi: Helgi Jón Harðarson
4.sæti:
Aska frá Svignaskarði
Móðir: Kveikja frá Svignaskarði
Faðir Auður frá Lundum II
Ræktendur og eigendur: Guðmundur Skúlason og Oddný Mekkín Jónsdóttir
5.sæti:
Viktoría frá Hafnarfirði
Móðir: Vænting frá Hafnarfirði
Faðir: Ölnir frá Akranesi
Ræktendur og eigendur: Bryndís Snorradóttir og Snorri Rafn Snorrason
Hestfolöld:
1.sæti:
Stardal frá Stíghúsi
Móðir: Álöf frá Ketilsstöðum
Faðir: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum
Ræktandi og eigandi: Guðbr.Stígur Ágústsson
2.sæti:
Barón frá Hafnarfirði
Móðir: Díana frá Hafnarfirði
Faðir: Trausti frá Þóroddsstöðum
Ræktendur og eigendur: Bryndís Snorradóttir og Snorri Rafn Snorrason
3.sæti:
Atlas frá Ragnheiðarstöðum
Móðir: Helga-Ósk frá Ragnheiðarstöðum
Faðir: Boði frá Breiðholti
Ræktandi og eigandi: Glódís Helgadóttir
4.sæti:
Kolviður frá Stíghúsi
Móðir: Sól frá Auðsholtshjáleigu
Faðir: Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum
Ræktandi og eigandi: Brynhildur Arthúrsdóttir
5.sæti:
Ögri frá Skeggjastöðum
Móðir: Bella Dís frá Akurey 2
Faðir: Kinnskær frá Selfossi
Ræktendur og eigendur: Erla Magnúsdóttir og Halldór Kristinn Guðjónsson
Myndir frá folaldasýningunni verða síða birtar í myndasafni í næstu viku.