Eggert Hjartarson hefur staðið í ströngu að smíða hlið og palla fyrir krakkana í Hestafjörinu og fær hann bestu þakkir fyrir. Að sljálfsögðu er öllum frjálst að nota þennan búnað þegar reiðhöllin er laus. Það er oft gaman að breyta til og gera öðruvísi æfingar á hestunum.

Hér fylgir mynd af Eggerti og hliðinu góða, en því miður var Eggert ekki í fókus á myndunum sem voru teknar. Spurning hvort það var Eggert, ljósmyndaranum eða símanum að kenna.

Birtingardagsetning: 
miðvikudaginn, 30. nóvember 2016 - 13:20
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll