Örfá pláss laus á Keppnisnámskeið með Sylvíu
Börn,unglingar og ungmenni ganga fyrir í skráningu. Þann 20. janúar verður opnað fyrir skráningu fullorðinna ef eitthvað er laust.
Kennt verður á föstudögum fyrstu tímar kl. 14.00-14.45, 14.45-15.30,o.sfr.v.
Námskeið fyrir þá knapa sem ætla að taka þátt í mótum og vilja aðstoð við undirbúning og þjálfun.
Til að auðvelda skipulag væri gott að fram kæmi í athugasemdun í skráningu hvaða tími hentar best. Hver tími er 45.mín og eru tveir nemendur í hverjum tíma.
Kennsludagar: 6-13-20- 27. febrúar og 6-13-20-27.mars.
Kennari: Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Verð: 31.000
Skráning:ibh.felog.is Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.
Helgarnámskeið með Antoni Páli Níelssyni
Því miður urðum við að færa þetta námskeið fram um eina helgi þannig að kennt verður 13-14 og 15 febrúar. Þeir sem nú þegar hafa skráð sig eru beðnir um að láta vita ef þeir geta EKKI nýtt sér þessa nýju tímasetningu.
Skemmtilegt námskeið með einum reyndasta reiðkennara landsins .
Bóklegur tími á föstudagskvöldi farið yfir áhersluatriði hvers og eins. Þá verður raðað niður í tímar svo einkatímar á laugardegi og sunnudegi. Nemendur fylgjast með kennslu hver hjá öðrum.
Verð kr. 29.000
Skráning:ibh.felog.is Þá er mikilvægt að haka við Samþykkja skilmála.
Eftir að viðkomandi hefur skráð sig inn er þetta nokkuð ljóst. Síðan þarf maður að velja aðildarfélag í okkar tilfelli á að smella á lógóið fyrir IBH og þá koma þau námskeið sem eru í boði.
Skeiðnámskeið með Sigurbirni Barðarsyni
Fyrirhugað er skeiðnámskeið með einum reyndasta skeiðreiðarmanni landsins ef næg þátttaka fæst. Spennandi námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á að byggja upp skeiðhestinn sinn.
Kennt verður bæði úti og inni einnig verður einn bóklegur tími. Fyrirhugað er að hafa tvo tíma í byrjun febrúar þar sem nemendur fá heimaverkefni þá verður tími í lok febrúar og svo tveir tímar í mars.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda mail á ss@sorli.is Rétt er að taka fram að þetta er ekki skráning heldur könnun a áhuga. Skráning verður auglýst síðar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.
Nýjung Fimleikar á hesti.
Kennt er á laugardagsmorgnum 4-6 knapar í hóp. Þetta er EKKI hefðbundið reiðnámskeið heldur eru knapar hringteymdir á fet og/eða,brokki og gerðar ýmsar æfingar á hestinum.
Nemendur þurfa að vera aðeins hestvanir og óhræddir
Nemendur þurfa ekki að eiga hest.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda mail á ss@sorli.is Rétt er að taka fram að þetta er ekki skráning heldur könnun a áhuga. Skráning verður auglýst síðar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.
TRECK námskeið verður haldið ef nægur áhugi er fyrir hendi.
Kennsluáætlun er 21-22 febrúar og svo 7 mars. U.þ.b. 90 mín í hvert skipti.
Þeir sem hafa áhuga eru beðnir um að senda mail á ss@sorli.is Rétt er að taka fram að þetta er ekki skráning heldur könnun a áhuga. Skráning verður auglýst síðar ef áhugi reynist vera fyrir hendi.