í dag fór fram forkeppni í A flokki gæðinga. Keppnin var geysilega hörð og þurfti að ná einkunn 8,60 til að ná í milliriðla. Því miður náði enginn Sörlaknapi þeirri einkunn, en okkar keppendur stóðu sig engu síður mjög vel. Milliriðlar í barnaflokki fóru fram í dag, þar kepptu þau Kolbrún Sif Sindradóttir og Sindri frá Keldudal og hlutu þau einkunnina 8,42 og tryggðu sé þar með sæti í B úrslitum. Til hamingju með þennan frábæra árangur Kolbrún Sif.
Í kvöld var grillað á tjaldsvæði Sörla við patrytjaldið sem tókst svona ljómandi vel að endurreisa í logninu í dag. Fjöldi manns mætti til að gæða sér á hamborgurum og var stemmingin góð. Bæði keppendur og aðrir Sölrafélagar sáu sér fært að mæta og þökkum við þeim fyrir komuna.
Að lokinni grillveislu streymdu Sörlafélagar til að fylgjast með skeiði. En í 250 m. skeiði á Sörli einn fulltrúa, Ingiberg Árnason. Ekki liggur árangur hans fyrir þegar þetta er skrifað.