Um helgina var haldið Þorrablót Sörla að þessu sinni í Kaplakrika. Blótið heppnaðist mjög vel og voru um 120 gestir sem skemmtu sér fram eftir nóttu. Nokkrir félagsmenn voru heiðraðir fyrir vel unnin störf í þágu félagins. Gullmerkishafar að þessu sinni voru: Eggert Hjartarson, Pálmi Þór Hannesson og Guðmundur Smári Guðmundsson. Eggert er formaður reiðveganefndar og stjórnarmaður. Eggert hefur verið sprautan að öllum þeim framkvæmdum sem hafa verið á Sörlasvæðinu, það má nefna endurnýjun á böttum í reiðhöll, þökulögn á keppnisvelli, viðgerð á reiðgerði og svo mætti lengi telja. Pálmi var farsæll formaður ferðanefndar um árabil og dróg ásamt Eggert vagninn við smíði nýrra batta í reiðhöllina. Guðmundur Smári sem flestir þekkja undir nafninu Muggur formaður Krýsuveikunnefndar, hefur séð um hagabeitina okkar í Krisuvík og eytt þar ófáum klukkustundum í viðhald og eftirlit. Í Hóp heiðursfélaga bættist hún Elín Magnúsdóttir. Elín stýrði æskulýðsnefnd lengi vel á árum áður og var mikill frumkvöðull í æskulýðsstarfi. Hún kom af stað Æskan og hesturinn sem hóf sína göngu hér í Sörla. Einnig var hún upphafsmaður að stofnun pollaflokks og ungmennaflokks. Við óskum þessu frábæra fólki til hamingju.
Fleira skemmtilegt var gert á þorrablótinu og var bögglauppboðið á sínum stað. Páll Ólafsson stýrði því af sinni alkunnu snilld með aðstoð Bjarneyjar. Veislustjóranum Gylfa Halldórssyni varð að orði eftir bögglauppboðið að meðan við Sörlafélagar hefðum svona snilling eins og Palla Ólafs, þá væri engin þörf á að kaupa utanðakomandi veislustjóra :-)
Að loknum þessum atriðum var dansað og sungið fram eftir nóttu.
Skemmtinefndin fær bestu þakkir fyrir skipulagningu á frábæru þorrablóti.