Í lok sumars er gaman að fara yfir árangur barna, unglinga og ungmenna í Sörla. Krakkarnir hafa staðið sig frábærlega í sumar og eigum við nú einn Íslandsmeistara í fjórgangi unglinga, en það er hún Katla Sif Snorradóttir á Gusti frá Stykkishólmi. Til hamingju með það Katla Sif.

Hér á eftir er ágrip af árangri krakkanna okkar

Landsmót Hestamanna

Ungmennaflokkur: Brynja Kristinsdóttir og Kiljan frá Tjarnarlandi voru í 6. sæti og Glódís Helgadóttir og Hektor frá Þórshöfn í 3. sæti í B-úrslitum

Unglingaflokkur: Þóra Birna Ingvarsdóttir og Þórir frá Hólum voru í 3. sæti og í B-úrslitum voru Katla Sif og Gustur í 4. sæti og Annabella og Ormur frá Sigmundarstöðum í því 5.

Íslandsmót yngri flokka:

Ungmenni T3: B-úrslit 3. sæti  Brynja Kristinsdóttir og Kiljan frá Tjarnarlandi og í 4. sæti í fjórgangi. Brynja var einnig í 2. sæti í B-úrslitum í fimmgangi á Gull-Ingu frá Lækjarbakka.

Fjórgangur unglingar:

  • 1. sæti Katla Sif Snorradóttir og Gustur frá Stykkishólmi
  • 2. sæti Þóra Birna Ingvarsdóttir og Hróður frá Laugabóli
  • 5. sæti Annabella Sigurðardóttir og Glettingur frá Holtsmúla
  • B-úrslit 3 sæti Þuríður Rut Einarsdóttir Fönix frá Heiðarbrún

Fimmgangur unglingar :

  • 3. sæti Annabella Sigurðardóttir og Styrkur frá Skagaströnd
  • 4. sæti Viktor Aron Adolfsson og Glanni frá Hvammi III

Í gæðingaskeiði ungmennaflokki, varð Valdís Björk Guðmundsdóttir í 6. sæti og einnig í 6. sæti í 100.m skeiði á Erli frá Svignaskarði.

Sunna Lind Ingibergsdóttir varð í 2. sæti í gæðingaskeiði unglinga á Flótta frá Meiritungu.

Í fimikeppni A var Katla Sif í 2. sæti á Bjartmar frá Stafholti og Annabella í því 4. á Styrk frá Skagaströnd.

Suðurlandsmót í Hestaíþróttum

Í barnaflokk T7 varð Sara Dís Snorradótir  í 1. sæti á Prins frá Njarðvík og Þórdís Birna Sindradóttir á Kólf frá Kaldbak í 4. sæti. Þórdís Birna var einnig í 1. sæti í fjórgangi V5.

Brynja Kristinsdóttir og Kiljan frá Tjarnarlandi voru í 5. sæti í T1 og í 3. sæti í fjórgangi. Brynja var einnig í 2. sæti á Gull-Ingu frá Lækjarbakka í fimmgangi ungmennaflokk og í 5. sæti í gæðingaskeiði.

Í unglingaflokki, fjórgangi var Þóra Birna Ingvarsdóttir í 3. sæti á Þóri frá Hólum í B-úrslitum og Katla Sif Snorradóttir og Íslendingur frá Dalvík voru í 3. sæti í T3 í B-úrslitum. Katla Sif var síðan í 1-2 sæti á Gusti frá Stykkishólmi og í 4. sæti í slaktaumatölti. Einnig var Þóra Birna á Katrínu frá Vogsósum 2 í 4.-5. sæti í T3. 

Glódís Helgadóttir og Hektor frá Þórshöfn sigruðu ungmennaflokkin á Gæðinga og töltmóti Smára og Loga.

Norðurlandamót í hestaíþróttum

Sörli átti þrjá fulltrúa á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum. Valdís Björk Guðmundsdóttir og Leistur frá Toftinge enduðu í 2. sæti í B-úrslitum í ungmennaflokk. Það er ekki hægt að minnast á Norðurlandamótið án þess að tala um kappana Finn Bessa Svavarsson og Eyjólf Þorsteinsson. En Eyjólfur sigraði B-flokk á Háfeta frá Úlfsstöðum og Finnur Bessi sigraði A-flokk á Kristal frá Búlandi.

Það er alltaf möguleiki að einhver gleymist eða eitthvað sé ekki rétt í svona yfirferð en þá er um að gera að koma með ábendingu á sorli@sorli.is. En við meigum vera stolt af okkar krökkum. Til hamingju með árangurinn í sumar.

Myndirnar sem birtast með eru stolnar héðan og þaðan af FB

 

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 15. ágúst 2016 - 15:26
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll