Nú á dögunum var farin hin árlega sumarferð Sörla, en að þessu sinni var riðið um Hrunamannahrepp í Árnessýslu undir dyggri leiðsögn Heimis Gunnarssonar og Ragnhildar Birgisdóttur. Veður var með eindæmum gott fyrir utan smá “úða” því eins og allir sem hafa farið í Sörlaferðir vita, þá er einungis gott veður í ferðunum okkar! Að baki eru frábærir dagar í stórbrotnu umhverfi, m.a Gullfoss og Laxárgljúfur svo fátt eitt sé nefnt. Þetta er stærsti viðburður ferðanefndar á hverju starfsári og lokahnykkurinn á vetrarstarfinu, og viljum við því þakka ykkur Sörlafélugum fyrir samverustundirnar og samstarfið í vetur, því án ykkar væri þetta ansi lítilfjörlegt!

Takk! Með góðri kveðju frá ferðanefnd Sörla.

Birtingardagsetning: 
mánudaginn, 26. júní 2017 - 9:40
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll