Í gær heimsóttu Sörlafélagar nágranna okkar í Brimfaxa í Grindavík. Var mjög góð mæting eða 26 manns frá Sörla. Veðrið var eins og best verður á kosið og virkilega gaman að ríða út með þeim Brimfaxamönnum. Móttökurnar voru höfðinglegar og kunnum við gestgjöfum okkar bestu þakkir fyrir. Einnig skoðuðum við nýja og glæsilega reiðhöll Brimfaxa sem verður án vafa mikil lyftistöng fyrir hestamennsku í Grindavík. Frábær dagur í alla staði og ekki amaleg byrjun á sumrinu!
Birtingardagsetning:
föstudaginn, 22. apríl 2016 - 9:31