Á Suðurlandsmóti Yngri flokka átti Sörli fjóra flotta og efnilega fulltrúa.
Það voru þær Aníta Rós Róbertsdóttir sem keppti á honum Tind frá Þjórsárbakka í F2 - Fimmgang, Fanndís Helgadóttir sem keppti á Ötul frá Narfastöðum í T7- Tölti, Katla Sif Snorradóttir sem keppti á Fræg frá Árbæjarhjáleigu II í T4 – Tölti og F2 – Fimmgang. Katla Sif var einnig á Gust frá Stykkishólmi í V2 - Fjórgangi og Sara Dís Snorradóttir sem keppti á Þorsta frá Ytri-Bægisá I í T3 – Tölti og á Gnótt frá Syðra-Fjalli I í F2 – Fimmgang.
Úrslit okkar fólks voru eftirfarandi:
Aníta Rós og Tindur enduðu í 3. sæti í F2
Fanndís og Ötull urðu í 2. sæti í T7
Katla Sif og Frægur urðu í 1. sæti í T4
Katla Sif og Gustur urðu í 1. sæti í V2
Katla Sif og Frægur urðu í 10. Sæti í F2
Sara Dís og Þorsti urðu í 2. sæti í T3
Sara Dís og Gnótt urðu í 11. sæti í F2
Og á Suðurlandsmóti eldri flokka létu Sörlafélagar sig ekki vanta Hanna Rún Ingibergsdóttir keppti í Meistaraflokki í Fjórgang – V2 á hestunum Hinrik frá Sörlatngu og urðu þau í 24. sæti og Dróma frá Brautarholti en þau urðu í 17.-18. sæti. Jón Bjarni Smárason var einnig að keppa í Meistaraflokki en hann keppti á hestinum Gyrði frá Einhamri 2 í Fimmgangi – F1. Þeir félagar höfnuðu í 16. sæti. Sigurður Gunnar Markússon keppti í 1. flokk en hann varð 13. á hestinum Alsæl frá Varmalandi í Tölti – T3 og í 5. sæti á Nagla frá Grindavík í Fimmgangi – F2.
Við í Sörla óskum okkar frábæru knöpum til hamingju með þennan glæsta árangur. Við erum stolt af okkar duglegu og prúðu knöpum sem eru félaginu okkar til mikils sóma.