Í gær 2. maí var haldið opið töltmót til styrktar Róberts Veigar Kettel. En eins og flestir hestamenn vita hefur hann og fjölskylda hans verið að glíma við mjög erfið veikindi. Mótið tókst ljómandi vel og var ekki annað að sjá en að keppendur og áhorfendur hefðu gaman af. Allir sem að mótinu komu, jafnt dómarar og aðrir starfsmenn gáfu sitt vinnuframlag. Keppt var í fimm flokkum og eru úrslitin eftirfarandi:

Úrslit T3, opinn flokkur

1. Elvar Þormarsson og Katla frá Fornusöndum 7,17
2. Hinrik Þór Sigurðsson og Happadís frá Aðalbóli 6,83
3. Hanna Rún Ingibergsdóttir og Hrafnfinnur frá Sörlatungu 6,72
4. Jóhannes Magnús Ármannsson og Ester frá Eskiholti 6,22
5. Jóhann Ólafsson og Djörfung frá Reykjavík 6,00

Úrslit T3, áhugamenn

1. Ástey Gyða Gunnarsdóttir og Þöll frá Heiði 6,33 (vann á sætaröðun)
2. Kristín Ingólfsdóttir og Tónn frá Breiðholti 6,33
3. Einar Ásgeirsson og Dalur frá Ytra-Skörðugili 6,28
4. Bjarni Sigurðsson og Týr frá Miklagarði 6,22
5. Guðrún Margrét Valsteinsdóttir og Léttir frá Lindarbæ 5,78

Úrslit T3, 21 árs og yngri

1. Annabella Sigurðardóttir og Þórólfur frá Kanastöðum 6,56
2. Amanda Svenson og Kráka frá Ási 5,94
3. Aníta Rós Róbertsdóttir og Bjarkar frá Blesastöðum 5,78
4. Jónína Valgerður Örvar og Gígur frá Súluholti 5,44
5. Huginn Breki Leifsson og Lótus frá Tungu 5,28

Úrslit T7, fullorðnir

1. Páll Guðmundsson og Karmur frá Kanastöðum 6,5
2. Rúrik Hreinsson og Magni frá Þingholti 6,33
3. Hannes Brynjar Sigurgeirsson og Gígja frá Sauðárkróki 6,00
4. Snorri Rafn Snorrason og Skór frá Bjarkarhöfða 5,75
5. Ragna Emilsdóttir og Vinur frá Reykjavík 5,58

Úrslit T7, 21 árs og yngri:

1. Aníta Eik Kjartansdóttir og Lóðar frá Tóftum
2. Kolbrún Sif Sindradóttir og Sindri frá Keldudal
3. Sara Dís Snorradóttir og Kraftur frá Þorlákshöfn
4. Þórunn Björgvinsdóttir og Dísa frá Drumboddsstöðum
5. Júlía Björg Sigurbjargardóttir og Sunna frá Ögmundarstöðum

Sörli vill þakka öllum þeim sem að þessu móti komu, jafnt starfsmönnum, dómurum og keppendum fyrir þeirra framlag en öll innkoma af þessu móti rennur óskert til Robba og fjölskyldu hans. Sérstakar þakkir fá systurnar  Margrét Freyja Sigurðardóttir og Hafdís Arna  Sigurðardóttir, en þær stóðu fyrir þessari fjáröflun. Einnig sendir Hestamannafélagið Sörli innilegar kveður til Robba og fjölskyldu hans með ósk um bata og gæfu á komandi mánuðum.

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 3. maí 2018 - 11:38
Sörli Hestamannafélag, Íþrótt, Lífstíll