Í dag fór fram forkeppni í barna og unglingaflokki á Landsmóti. Áhorfendabrekkan var óvenju fjölmenn á fyrsta degi. Í barnaflokki kepptu þau, Bjarndís Rut og Ágúst Einar Ragnarsbörn, Þórdís Birna og Kobrún Sif Sindradætur Júlía Björg Knudsen, Fanndís Helgadóttir og Sara Dís Snorradóttir. Í unglingaflokki kepptu, Katla Sif Snorradóttir, Jónas Aron Jónasson, Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir og Sara Dögg Björnsdóttir. Allir þessir krakkar stóðu sig einstaklega vel og var mjög gaman að fylgjast með þeim í dag. Keppnin var mikil og þeir sem náðu í milliriðla af okkar fólki voru, Kolbrún Sif í barnaflokki og þau Katla Sif og Jónas Aron í unglingaflokki. Það verður gaman og spennandi fyrir okkur að fylgjast með þeim í milliriðlum. Við þökkum þeim sem luku keppni í dag kærlega fyrir skemmtunina í dag og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.
Á morgun verður forkeppni í ungmennaflokki og b- flokki gæðinga. Einnig verða hryssur 4, 5, og 6 vetra á kynbótabrautinni.
Framtakssamir Sörlafélagar eru búnir að setja upp patrýtjald á tjaldsvæðinu þar sem verður athvarf fyrir Sörlafélaga. Þar eru allir velkomnir og planið er að hafa þar kaffi- og nestisaðstöðu.