Góður hópur Sörlafélaga tók sig saman og fóru á Löngufjörur með vertunum á Hótel Eldborg um miðjan ágúst á svokallaða „slútt“ helgi en það er síðasta helgin sem farið er á fjörurnar fyrir skólabyrjun.  Á þessari helgi er ákveðið þema og í ár var það Indíána og Kúrekaþema.  Mátti sjá margar glæsilega slíka á fjörunum og voru Sörlafélagar engir eftirbátar.

Í tilefni þessarar ferðar fékk Þórður Þórmundsson, Sörlafélagi vin sinn Karl Kristinsen til að yrkja vísu um ferðina.  Á laugardagskvöldi gaf hann svo þeim Óla og Gunnsu (Ólafur Lúðvíksson og Gunnhildur Viðarsdóttur) vísuna innrammaða frá okkur Sörlafélögum.

Kveðjan frá Sörlafélögum:   

Löngufjörur 18-20 ágúst 2017
                 slútthelgin

Sprittið við alls ekki spörum
en sprettum með grínið á vörum
því gleði ei hunsa
hvorki Óli né Gunnsa
fjandi er gaman á Löngufjörum.

Ef í grámóðu týnist vor gata
það gerir menn pirraða og lata
þótt knapinn sé rakur

hann er allavega slakur
því hrossin um reiðgötur rata

                                            Höf.K.Kristinsen

Takk fyrir okkur
Félagar í Sörla, Hafnarfirði

Birtingardagsetning: 
fimmtudaginn, 31. ágúst 2017 - 10:56
Löngufjörur Þórður Þórmunds